Whelan ekki sleppt gegn tryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2019 12:22 Paul Whelan í dómssal í morgun. AP/Pavel Golovkin Paul Whelan, sem hefur verið handtekinn í Rússlandi og er grunaður um njósnir, fékk afhent USB-drif sem innihélt ríkisleyndarmál Rússlands. Þetta segir lögmaður Whelan en hann segist ekki hafa vitað að drifið innihéldi leynilegar upplýsingar. Bandaríkjamaðurinn var færður fyrir dómara í dag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann skyldi vera áfram í haldi þar til réttarhöldin gegn honum fara fram. Fregnir hafa áður borist af umræddu drifi. Rosbalt fréttaveitan sagði í byrjun mánaðarins að Whelan hefði hitt rússneskan borgara á hótelherbergi og fengið drifið afhent. Hann hefði svo verið handtekinn strax í kjölfari af því.Sjá einnig: Whelan formlega ákærður fyrir njósnirWhelan þvertekur fyrir að vera njósnari en fjölskylda hans segir hann hafa verið í Rússlandi vegna brúðkaups vinar hans úr landgönguliði Bandaríkjanna. Lögmaðurinn Vladimir Zherebenkov segir Whelan staðráðinn í því að sanna sakleysi sitt og segist ekki hafa séð neinar sannanir fyrir því að Whelan sé njósnari. Whelan er með ríkisborgararétt í fjórum ríkjum. Bandaríkjunum, Bretlandi, Írlandi og Kanada. Fulltrúar allra ríkjanna voru viðstaddir réttarhöldin í dag sem fóru annars fram fyrir luktum dyrum. Sérfræðingar segja mögulegt að Whelan hafi verið handtekinn svo yfirvöld í Rússlandi geti reynt að fá honum skipt fyrir Mariu Butina. Hún er rússneskur ríkisborgari sem hefur játað að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum. Whelan fæddist í Kanada en á breska foreldra. Þau fluttust til bandaríkjanna þegar hann var barn. Hann starfar nú sem öryggisstjóri fyrir fyrirtækið BorgWarner. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Paul Whelan, sem hefur verið handtekinn í Rússlandi og er grunaður um njósnir, fékk afhent USB-drif sem innihélt ríkisleyndarmál Rússlands. Þetta segir lögmaður Whelan en hann segist ekki hafa vitað að drifið innihéldi leynilegar upplýsingar. Bandaríkjamaðurinn var færður fyrir dómara í dag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hann skyldi vera áfram í haldi þar til réttarhöldin gegn honum fara fram. Fregnir hafa áður borist af umræddu drifi. Rosbalt fréttaveitan sagði í byrjun mánaðarins að Whelan hefði hitt rússneskan borgara á hótelherbergi og fengið drifið afhent. Hann hefði svo verið handtekinn strax í kjölfari af því.Sjá einnig: Whelan formlega ákærður fyrir njósnirWhelan þvertekur fyrir að vera njósnari en fjölskylda hans segir hann hafa verið í Rússlandi vegna brúðkaups vinar hans úr landgönguliði Bandaríkjanna. Lögmaðurinn Vladimir Zherebenkov segir Whelan staðráðinn í því að sanna sakleysi sitt og segist ekki hafa séð neinar sannanir fyrir því að Whelan sé njósnari. Whelan er með ríkisborgararétt í fjórum ríkjum. Bandaríkjunum, Bretlandi, Írlandi og Kanada. Fulltrúar allra ríkjanna voru viðstaddir réttarhöldin í dag sem fóru annars fram fyrir luktum dyrum. Sérfræðingar segja mögulegt að Whelan hafi verið handtekinn svo yfirvöld í Rússlandi geti reynt að fá honum skipt fyrir Mariu Butina. Hún er rússneskur ríkisborgari sem hefur játað að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum. Whelan fæddist í Kanada en á breska foreldra. Þau fluttust til bandaríkjanna þegar hann var barn. Hann starfar nú sem öryggisstjóri fyrir fyrirtækið BorgWarner.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30 Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. 5. janúar 2019 14:30
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent