Ronaldo mætti í svörtu og með sólgleraugu í réttarsalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 10:00 Cristiana Ronaldo mætir í réttarsalinn í dag. EPA/EFE/Javier Lizon Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er nú staddur í Madrid þar sem hann kom fyrir dómara vegna ákæru á sig fyrir skattsvik þegar hann var leikmaður Real Madrid. Ronaldo fékk að sjálfsögðu mikinn fjölmiðlasirkus í fangið þegar hann mætti í réttarsalinn en hann kom á staðinn klæddur svörtu frá toppi til táar, með svört sólgleraugu og með bros á vör. Kærastan Georgina Rodriguez var með honum. Verði Cristiano Ronaldo fundinn sekur gæti hann þurft að greiða sekt upp á 18,8 milljónir evra eða um 2,6 milljarða íslenskra króna.La salida de Cristiano del juzgado: "Todo perfecto" @jfelixdiazpic.twitter.com/wvNU3bcm24 — MARCA (@marca) January 22, 2019 Dómarinn neitaði Cristiana Ronaldo um það bera vitni í gegnum sjónvarp í réttarsalnum eða fá að komast bakdyramegin inn í réttarsalinn til að forðast fjölmiðlafárið. Hann mætti því örlögum sínum með kærustunni. Það er búist við því að hann játi sekt sína og sætti sig við fyrir fram ákveðna refsingu sem ætti að vera 23 mánaða skilorðsbundið fangelsi. BBC segir frá. Á Spáni fara brotamenn vanalega ekki í fangelsi þegar þeir eru dæmdir í minna en tveggja ára fangelsi. Ekkert ofbeldi tengist brotum Ronaldo sem ætti því að sleppa við fangelsisvist. Málið tengist sölu og samningum með ímyndarétt Cristiana Ronaldo en Portúgalinn er sakaður um að hafa ekki greitt neina skatta af þeim á árunum 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid. Upphæðin var sögð vera í kringum 14,8 milljónir evra. Lögfræðingar Cristiano Ronaldo halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki markvisst eða meðvitað verið að svíkja undan skatti.Y llegaba al juicio Cristiano Ronaldo, en una furgoneta y acompañado por su pareja Georgina Rodríguez. @jfelixdiazpic.twitter.com/NIrwTEoTxS — MARCA (@marca) January 22, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er nú staddur í Madrid þar sem hann kom fyrir dómara vegna ákæru á sig fyrir skattsvik þegar hann var leikmaður Real Madrid. Ronaldo fékk að sjálfsögðu mikinn fjölmiðlasirkus í fangið þegar hann mætti í réttarsalinn en hann kom á staðinn klæddur svörtu frá toppi til táar, með svört sólgleraugu og með bros á vör. Kærastan Georgina Rodriguez var með honum. Verði Cristiano Ronaldo fundinn sekur gæti hann þurft að greiða sekt upp á 18,8 milljónir evra eða um 2,6 milljarða íslenskra króna.La salida de Cristiano del juzgado: "Todo perfecto" @jfelixdiazpic.twitter.com/wvNU3bcm24 — MARCA (@marca) January 22, 2019 Dómarinn neitaði Cristiana Ronaldo um það bera vitni í gegnum sjónvarp í réttarsalnum eða fá að komast bakdyramegin inn í réttarsalinn til að forðast fjölmiðlafárið. Hann mætti því örlögum sínum með kærustunni. Það er búist við því að hann játi sekt sína og sætti sig við fyrir fram ákveðna refsingu sem ætti að vera 23 mánaða skilorðsbundið fangelsi. BBC segir frá. Á Spáni fara brotamenn vanalega ekki í fangelsi þegar þeir eru dæmdir í minna en tveggja ára fangelsi. Ekkert ofbeldi tengist brotum Ronaldo sem ætti því að sleppa við fangelsisvist. Málið tengist sölu og samningum með ímyndarétt Cristiana Ronaldo en Portúgalinn er sakaður um að hafa ekki greitt neina skatta af þeim á árunum 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid. Upphæðin var sögð vera í kringum 14,8 milljónir evra. Lögfræðingar Cristiano Ronaldo halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki markvisst eða meðvitað verið að svíkja undan skatti.Y llegaba al juicio Cristiano Ronaldo, en una furgoneta y acompañado por su pareja Georgina Rodríguez. @jfelixdiazpic.twitter.com/NIrwTEoTxS — MARCA (@marca) January 22, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira