Hjónin ætla aftur á móti að halda heljarinnar stjörnubrúðkaup og það mjög fljótlega eins og Vulture greinir frá.
Baldwin og Bieber tóku saman aftur á síðasta ári en þau höfðu verið í ástarsambandi árið 2016.
Nú strax er mikið fjölmiðlafár hafið í kringum væntanlegt brúðkaup og er þetta vitað um fyrirhugaða veislu:
Athöfnin fer fram dagana 28. febrúar – 3. mars í Los Angeles. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega hvaða dag en vinir og ættingjar hafa verið beðnir um að taka þessa helgi frá. Bieber á sjálfur afmæli 1.mars og verður hann 25 ára í ár.
Búast má við heljarinnar athöfn af kristnum sið.
Dansarar eru nú þegar byrjaðir að æfa sig fyrir athöfnina og koma þeir að einhverju leyti við sögu.
Persónulegur plötusnúður Justin Bieber, Tay James, mun sjá um tónlistina.
Á gestalistanum verða meðal annars: Kylie Jenner og Travis Scott. Alaia og Ireland Baldwin sem verða brúðarmeyjar. Jazmyn, yngri systir Justin Biber verður blómastúlka. Kardashian-systurnar mæta og einnig Gigi Hadid. Ekki er ljóst hvaða meðlimir úr Baldwin fjölskyldunni láta sjá sig.
My wife is awesomeView this post on Instagram
A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Nov 15, 2018 at 9:43am PST