Jón Þór Hauksson stýrði Íslandi í fyrsta skipti í dag eftir að hafa tekið við liðinu af Frey Alexanderssyni eftir síðustu undankeppni.
Skotar leika á HM næsta sumar svo að um hörkulið er að ræða en Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, sagði í samtali við Vísi eftir leikinn að þær væru ungar og efnilegar.
Jón Þór var ánægður með leikinn og sagði að margar stelpur hafi gert það gott í ferðinni. Hann segir að ferðin hafi verið mikilvæg og frábært að byrja árið á sigri.
Mörkin úr sigrinum má sjá hér að neðan.
The goals from our game against @ScotlandNT today.#dottir pic.twitter.com/93u4wUzGcR
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 21, 2019