Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 15:54 Karl Gauti Hjaltason á þingi í dag. vísir/vilhelm Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Þingmennirnir tveir voru reknir úr Flokki fólksins í lok nóvember í fyrra vegna Klaustursmálsins en þeir voru á meðal þingmannanna sex sem þar tóku þátt í umræðu sem nú er vel þekkt um miðjan nóvember í fyrra. Fyrsti þingfundur ársins hófst klukkan 15 og að loknum tilkynningum forseta kvaddi Karl Gauti sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Beindi hann orðum sínum að Steingrími og var ansi heitt í hamsi. „Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember síðastliðinn tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf og óskaði jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins,“ sagði Karl Gauti og bætti við að hann og Ólafur hefðu ekki fengið nein svör við erindi sínu. „Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis,“ sagði Karl Gauti og hækkaði nokkuð róminn. Hann sneri sér svo að forseta þingsins: „Og við þessar stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti.“Lýsti furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta Næstur tók Ólafur Ísleifsson til máls. Lýsti hann furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta að fulltrúi tveggja óháðra þingmanna sem hefðu með sér samstarf fengu ekki úthlutað einni mínútu í umræðunum nema þá í andsvörum. „Af hálfu skrifstofu Alþingis var okkur boðið að halda fimm mínútna ræðu sem við undum glaðir við en svo bregður við að skömmu áður en umræðan átti að hefjast er okkur tilkynnt sú ákvörðun forseta að fulltrúi okkar yrði ekki á mælendaskrá. Ég áfellist engan í þessu efni og alls ekki skrifstofu Alþingis. Ég bar þá von í brjósti að forseti vildi vera forseti allra þingmanna og greiddi honum því atkvæði mitt í forsetakjöri. En ég hlýt að viðurkenna að ákvörðun forseta í dag, auk ýmislegs annars sem við hefur borið að undanförnu, hefur ekki styrkt þessa trú mína. Orð forseta í ræðu sinni hér á undan um vinsemd og virðingu í samskiptum þingmanna vöktu athygli mína og ég þykist átta mig vel á innihaldi þeirra,“ sagði Ólafur.Kvaðst ekki hafa fengið neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni Forseti Alþingis tók svo til máls og sagði að honum hefðu ekki borist neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni. „Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Forseti telur sig af þeim ástæðum ekki geta horfið var frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem um hana gildir,“ sagði Steingrímur. Hét hann þingmönnunum því svo að réttur þeirra, eins og hann væri til staðar í þingsköpum varðandi til að mynda umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og eldhúsdag, yrði virtur. Alþingi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. Þingmennirnir tveir voru reknir úr Flokki fólksins í lok nóvember í fyrra vegna Klaustursmálsins en þeir voru á meðal þingmannanna sex sem þar tóku þátt í umræðu sem nú er vel þekkt um miðjan nóvember í fyrra. Fyrsti þingfundur ársins hófst klukkan 15 og að loknum tilkynningum forseta kvaddi Karl Gauti sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Beindi hann orðum sínum að Steingrími og var ansi heitt í hamsi. „Ég kem hér upp undir fundarstjórn forseta til að benda á hið augljósa. Ég er annar tveggja þingmanna sem með bréfi hinn 3. desember síðastliðinn tilkynntu forseta að þeir hygðust starfa á þingi utan flokka og hafa með sér samstarf og óskaði jafnframt eftir því að sérstakt tillit yrði tekið til þessarar samstöðu okkar í störfum þingsins,“ sagði Karl Gauti og bætti við að hann og Ólafur hefðu ekki fengið nein svör við erindi sínu. „Svar forseta og forsætisnefndar til okkar liggur í augum uppi. Það verður og er ekkert tillit tekið til þessa erindis,“ sagði Karl Gauti og hækkaði nokkuð róminn. Hann sneri sér svo að forseta þingsins: „Og við þessar stjórnmálaumræðu er okkur ekki úthlutuð ein einasta mínúta. Þetta er óboðlegt herra forseti.“Lýsti furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta Næstur tók Ólafur Ísleifsson til máls. Lýsti hann furðu sinni og vonbrigðum með ákvörðun forseta að fulltrúi tveggja óháðra þingmanna sem hefðu með sér samstarf fengu ekki úthlutað einni mínútu í umræðunum nema þá í andsvörum. „Af hálfu skrifstofu Alþingis var okkur boðið að halda fimm mínútna ræðu sem við undum glaðir við en svo bregður við að skömmu áður en umræðan átti að hefjast er okkur tilkynnt sú ákvörðun forseta að fulltrúi okkar yrði ekki á mælendaskrá. Ég áfellist engan í þessu efni og alls ekki skrifstofu Alþingis. Ég bar þá von í brjósti að forseti vildi vera forseti allra þingmanna og greiddi honum því atkvæði mitt í forsetakjöri. En ég hlýt að viðurkenna að ákvörðun forseta í dag, auk ýmislegs annars sem við hefur borið að undanförnu, hefur ekki styrkt þessa trú mína. Orð forseta í ræðu sinni hér á undan um vinsemd og virðingu í samskiptum þingmanna vöktu athygli mína og ég þykist átta mig vel á innihaldi þeirra,“ sagði Ólafur.Kvaðst ekki hafa fengið neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni Forseti Alþingis tók svo til máls og sagði að honum hefðu ekki borist neinar óskir um þátttöku þingmannanna í umræðunni. „Þau skilaboð komust aldrei þangað þannig að þegar gengið var frá samkomulagi um þessa umræðu á vettvangi formanna þingflokka lá engin slík beiðni fyrir. Forseti telur sig af þeim ástæðum ekki geta horfið var frá því samkomulagi sem búið var að gera um umræðuna og þann ramma sem um hana gildir,“ sagði Steingrímur. Hét hann þingmönnunum því svo að réttur þeirra, eins og hann væri til staðar í þingsköpum varðandi til að mynda umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og eldhúsdag, yrði virtur.
Alþingi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira