Dýrara að hita upp hús með kaldara heitavatni frá Veitum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. janúar 2019 06:45 Er gaus í Eyjafjallajökli 2010 var vandamálið aska í sundlauginni. Nú er það heitavatnsskortur. Fréttablaðið/Pjetur „Fólk var að fá bakreikninga núna alveg unnvörpum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem íbúar, líkt og í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra, eru ósáttir við hækkandi hitavatnsreikninga. Í samhljóða bókunum sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna segir talsvert hafa borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafi verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. „Ástæða þess er meðal annars að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum,“ segir í bókunum þar sem fram kemur að fá eigi fund með forsvarsmönnum Veitna vegna hitaveitunnar. „Þarna erum við svolítið að biðla til Veitna,“ segir Anton Kári. Hann útskýrir að í samningnum sem gerður var þegar Veitur keyptu Hitaveitu Rangæinga á sínum tíma hafi láðst að skilgreina lágmarks aftöppunarhita á vatninu.Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir„Undanfarna vetur hefur verið vesen að afla nægs og nægjanlega heits vatns. Lagnirnar eru orðnar gamlar og virkni borholanna hefur minnkað. Þá höfum við lent í því að vatnið sem kemur er ekki nægjanlega heitt. Það veldur því náttúrlega að það rennur meira í gegn um kerfin,“ lýsir sveitarstjórinn ástandinu. Að sögn Antons Kára hefur fólk fengið bakreikninga þar sem notkunin hefur vaxið upp fyrir áætlun ársins. „Þetta voru bakreikningar fyrir árið alveg frá 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Það er kyndistöð á Hvolsvelli þar sem heita vatnið fer í gegn. Hún var notuð á sínum tíma til þess að skerpa á vatninu og ná upp því hitastigi aftur sem tapaðist á flutningnum ofan úr Laugalandi. En sú kyndistöð er óvirk í dag. Og það er ekkert kappsmál Veitna að skaffa heitara vatn,“ segir Anton Kári. Sem dæmi um afleiðingarnar segir sveitarstjórinn að sundlaugina hafi þurft að hafa lokaða 29 daga í fyrra vegna heitavatnsskorts af því að Veitur gátu ekki útvegað nægt heitt vatn. Fram undan sé að eiga samtal við Veitur sem sveitarfélagið hafi átt góð samskipti við. Hluti vatnsskortsins skýrist síðan af mikilli uppbyggingu á svæðinu sem útheimti meira vatn. „Þetta hefur ekki alveg fylgt í takt og því er farið að bera á skorti. En okkur finnst að íbúar eigi ekki að gjalda fyrir það að þurfa orðið að nota helmingi meira vatn til að halda húsunum sínum heitum.“ Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðu hærri reikninga hjá viðskiptavinum Rangárveitna af tvennum toga. Í fyrsta lagi var árið 2018 sérstaklega kalt og fólk almennt notaði meira heitt vatn. „Þetta skýrir megnið af hærri hitareikningum og einskorðast auðvitað ekki við notendur hjá Rangárveitum heldur á við um flesta íbúa suðvesturhorns landsins.“ Við áætlun fyrir árið 2018 hafi verið tekið mið af notkuninni 2017 þegar mun hlýrra hafi verið í veðri. Þá segir Ólöf að önnur ástæða fyrir hækkun reikninga sé lægra hitastig vatnsins frá veitunni. „Við höfum skoðað gögn yfir hitastigið frá vinnslusvæðum Rangárveitna á árunum 2016-2018,“ segir hún. „Á þeim tíma hefur meðalhitastig á ársgrundvelli lækkað um sirka 2 gráður á selsíus.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
„Fólk var að fá bakreikninga núna alveg unnvörpum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem íbúar, líkt og í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra, eru ósáttir við hækkandi hitavatnsreikninga. Í samhljóða bókunum sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna segir talsvert hafa borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafi verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. „Ástæða þess er meðal annars að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum,“ segir í bókunum þar sem fram kemur að fá eigi fund með forsvarsmönnum Veitna vegna hitaveitunnar. „Þarna erum við svolítið að biðla til Veitna,“ segir Anton Kári. Hann útskýrir að í samningnum sem gerður var þegar Veitur keyptu Hitaveitu Rangæinga á sínum tíma hafi láðst að skilgreina lágmarks aftöppunarhita á vatninu.Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir„Undanfarna vetur hefur verið vesen að afla nægs og nægjanlega heits vatns. Lagnirnar eru orðnar gamlar og virkni borholanna hefur minnkað. Þá höfum við lent í því að vatnið sem kemur er ekki nægjanlega heitt. Það veldur því náttúrlega að það rennur meira í gegn um kerfin,“ lýsir sveitarstjórinn ástandinu. Að sögn Antons Kára hefur fólk fengið bakreikninga þar sem notkunin hefur vaxið upp fyrir áætlun ársins. „Þetta voru bakreikningar fyrir árið alveg frá 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Það er kyndistöð á Hvolsvelli þar sem heita vatnið fer í gegn. Hún var notuð á sínum tíma til þess að skerpa á vatninu og ná upp því hitastigi aftur sem tapaðist á flutningnum ofan úr Laugalandi. En sú kyndistöð er óvirk í dag. Og það er ekkert kappsmál Veitna að skaffa heitara vatn,“ segir Anton Kári. Sem dæmi um afleiðingarnar segir sveitarstjórinn að sundlaugina hafi þurft að hafa lokaða 29 daga í fyrra vegna heitavatnsskorts af því að Veitur gátu ekki útvegað nægt heitt vatn. Fram undan sé að eiga samtal við Veitur sem sveitarfélagið hafi átt góð samskipti við. Hluti vatnsskortsins skýrist síðan af mikilli uppbyggingu á svæðinu sem útheimti meira vatn. „Þetta hefur ekki alveg fylgt í takt og því er farið að bera á skorti. En okkur finnst að íbúar eigi ekki að gjalda fyrir það að þurfa orðið að nota helmingi meira vatn til að halda húsunum sínum heitum.“ Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðu hærri reikninga hjá viðskiptavinum Rangárveitna af tvennum toga. Í fyrsta lagi var árið 2018 sérstaklega kalt og fólk almennt notaði meira heitt vatn. „Þetta skýrir megnið af hærri hitareikningum og einskorðast auðvitað ekki við notendur hjá Rangárveitum heldur á við um flesta íbúa suðvesturhorns landsins.“ Við áætlun fyrir árið 2018 hafi verið tekið mið af notkuninni 2017 þegar mun hlýrra hafi verið í veðri. Þá segir Ólöf að önnur ástæða fyrir hækkun reikninga sé lægra hitastig vatnsins frá veitunni. „Við höfum skoðað gögn yfir hitastigið frá vinnslusvæðum Rangárveitna á árunum 2016-2018,“ segir hún. „Á þeim tíma hefur meðalhitastig á ársgrundvelli lækkað um sirka 2 gráður á selsíus.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira