Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 16:13 Hér sést óeirðalögregla kljást við mótmælanda. AP/Thanassis Stavrakis Átök urðu í Aþenu, höfuðborg Grikklands, þegar mótmælendum og lögreglu í borginni lenti saman. Mótmælendur voru saman komnir til þess að sýna andstöðu við samningaviðræður sem nú eiga sér stað milli makedónskra og grískra stjórnvalda í kjölfar fyrirhugaðrar nafnabreytingar Makedóníu, sem stefnt er á að taki upp nafnið Norður-Makedónía. Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir eftir mótmælin sem voru nokkuð ofbeldisfull. Mótmælendur réðust að lögreglu með grjótkasti, blysum, kylfum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svaraði svo árásum mótmælenda með ítrekuðum táragashrinum.Mótmælin voru ofbeldisfull.AP/Yorgos KarahalisVilja binda enda á áralangt ósætti ríkjanna Nafnabreytingunni er aðallega ætlað að liðka fyrir samskiptum Makedóníu við Grikkland og auka möguleika sína á inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til að ganga í samböndin, þar sem Grikkir telja að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis að sama nafni sem liggur innan landamæra Grikklands. Gríska þingið stefnir á að kjósa um nafnabreytingarsamning Makedóníu á mánudaginn og hefja þannig sáttaferli við nágranna sína í norðri, verði samningur milli ríkjanna samþykktur. Makedónska þingið samþykkti nafnabreytinguna fyrr á árinu.Alexis Tsipras, forsætirsráðherra Grikklands.Ayhan Mehmet/GettyEkki nóg fyrir alla Þó eru ekki allir Grikkir sáttir með gang mála eins og mótmælin sýna fram á, en mótmælendur telja nafnabreytinguna ekki vera nóg og að í nafni Norður-Makedóníu myndi enn felast tilkall til landsvæðis Grikkja og hafa kallað hana „valdarán á forngrískri arfleið.“ Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var „öfgakenndum öflum og meðlimum Gullinnar dögunar,“ sem er öfga-hægri stjórnmálaflokkur í landinu, meðal annars þekktur fyrir andúð á innflytjendum, kennt um mótmælin og ofbeldið sem fylgdi þeim. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu áður sagst vonast til að draga að sér um 600 þúsund manns, en lögregla áætlaði að um 60 þúsund hafi verið viðstödd mótmælin. Þá höfðu þeir tilkynnt að þrjú þúsund rútum fullum af mótmælendum yrði ekið til Aþenu, en lögreglan gaf út að rúturnar hafi verið 327 í heildina. Þá tóku bændur í norðurhluta Grikklands sig saman og lokuðu hraðbrautinni sem leiðir að landamærum Grikklands og Makedóníu til að sýna samstöðu með mótmælendum. Brautin hefur nú verið opnuð að nýju. Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53 Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Átök urðu í Aþenu, höfuðborg Grikklands, þegar mótmælendum og lögreglu í borginni lenti saman. Mótmælendur voru saman komnir til þess að sýna andstöðu við samningaviðræður sem nú eiga sér stað milli makedónskra og grískra stjórnvalda í kjölfar fyrirhugaðrar nafnabreytingar Makedóníu, sem stefnt er á að taki upp nafnið Norður-Makedónía. Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir eftir mótmælin sem voru nokkuð ofbeldisfull. Mótmælendur réðust að lögreglu með grjótkasti, blysum, kylfum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svaraði svo árásum mótmælenda með ítrekuðum táragashrinum.Mótmælin voru ofbeldisfull.AP/Yorgos KarahalisVilja binda enda á áralangt ósætti ríkjanna Nafnabreytingunni er aðallega ætlað að liðka fyrir samskiptum Makedóníu við Grikkland og auka möguleika sína á inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til að ganga í samböndin, þar sem Grikkir telja að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis að sama nafni sem liggur innan landamæra Grikklands. Gríska þingið stefnir á að kjósa um nafnabreytingarsamning Makedóníu á mánudaginn og hefja þannig sáttaferli við nágranna sína í norðri, verði samningur milli ríkjanna samþykktur. Makedónska þingið samþykkti nafnabreytinguna fyrr á árinu.Alexis Tsipras, forsætirsráðherra Grikklands.Ayhan Mehmet/GettyEkki nóg fyrir alla Þó eru ekki allir Grikkir sáttir með gang mála eins og mótmælin sýna fram á, en mótmælendur telja nafnabreytinguna ekki vera nóg og að í nafni Norður-Makedóníu myndi enn felast tilkall til landsvæðis Grikkja og hafa kallað hana „valdarán á forngrískri arfleið.“ Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var „öfgakenndum öflum og meðlimum Gullinnar dögunar,“ sem er öfga-hægri stjórnmálaflokkur í landinu, meðal annars þekktur fyrir andúð á innflytjendum, kennt um mótmælin og ofbeldið sem fylgdi þeim. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu áður sagst vonast til að draga að sér um 600 þúsund manns, en lögregla áætlaði að um 60 þúsund hafi verið viðstödd mótmælin. Þá höfðu þeir tilkynnt að þrjú þúsund rútum fullum af mótmælendum yrði ekið til Aþenu, en lögreglan gaf út að rúturnar hafi verið 327 í heildina. Þá tóku bændur í norðurhluta Grikklands sig saman og lokuðu hraðbrautinni sem leiðir að landamærum Grikklands og Makedóníu til að sýna samstöðu með mótmælendum. Brautin hefur nú verið opnuð að nýju.
Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53 Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53
Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14
Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56