Allt að sex vikna bið eftir sjúkraþjálfun Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 15:00 Talsmaður sjúkraþjálfara telur að nýlegar breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna sjúkraþjálfunar muni ekki hafa neinn sparnað í för með sér. Getty/laindiapiaroa Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum. Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum.
Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira