Verð á kókaíni lækkað talsvert síðasta árið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2019 11:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, áætlar að um átta hundruð manns leiti hjálpar á Vogi vegna neyslu örvandi fíkniefna á ári hverju. Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum. Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum.
Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira