Sjúkrahús að fyllast í „menguðustu borg Evrópu“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 17:01 Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Vísir/Getty Sjúkrahús eru að fyllast og börn mæta ekki í skóla vegna gífurlegrar mengunar í borginni Skopje í Makedóníu, menguðustu borg Evrópu. Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Þá er borgin umkringd fjöllum sem valda því að mengunin hangir yfir borginni. Aðrir segja þó borgina vera illa skipulagða og mikil fátækt valdi því að fólk neyðist til að brenna við til að hita heimili sín.AFP fréttaveitan vísar í könnun frá UNDP þar sem þriðjungur íbúa borgarinnar sagðist brenna við á heimilum sínum. Þá sögðust margir stundum brenna plastúrgang og dekk. Þá veldur útblástur bíla og iðnaður, þar sem mikið er notast við kol, einnig mikilli mengun.Mengunin hefur komið sérstaklega niður á börnum og öldruðum. AFP ræddi við eina konu sem þurfti að taka tveggja mánaða frí frá vinnu til að annast 16 mánaða barn sitt á sjúkrahúsi. Hún segir son sinn hafa fæðst heilbrigðan en hann sé nú kominn með mikinn astma. Um hálf milljón manna búa í Skopje en þar eru minnst hundrað börn á sjúkrahúsum vegna öndunartengdra sjúkdóma. Það yngsta er tveggja mánaða gamalt. Magn PM10 (eindir sem eru undir tíu míkrómetrum í þvermál) fór yfir 188 míkrógrömm í hverjum rúmmetra tvo daga í röð í síðustu viku. Það er nærri því fjórfalt hærra en heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Svipaða sögu er að segja af PM2,5. Borgaryfirvöld lokuðu skólum í tvo daga, stöðvuðu stór byggingarverkefni og almenningssamgöngur voru ókeypis.Nú hafa yfirvöld borgarinnar ákveðið að reyna að draga úr mengun um helming á næstu tveimur árum. Meðal þess sem stendur til að gera er að leggja gasleiðslur til heimila svo íbúar geti hætt að brenna við og rusl. Norður-Makedónía Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Sjúkrahús eru að fyllast og börn mæta ekki í skóla vegna gífurlegrar mengunar í borginni Skopje í Makedóníu, menguðustu borg Evrópu. Ríkisstjórn Makedóníu segir mengunina að mestu vera til komna vegna þess hve margar fjölskyldur brenna við til að hita heimili sín. Þá er borgin umkringd fjöllum sem valda því að mengunin hangir yfir borginni. Aðrir segja þó borgina vera illa skipulagða og mikil fátækt valdi því að fólk neyðist til að brenna við til að hita heimili sín.AFP fréttaveitan vísar í könnun frá UNDP þar sem þriðjungur íbúa borgarinnar sagðist brenna við á heimilum sínum. Þá sögðust margir stundum brenna plastúrgang og dekk. Þá veldur útblástur bíla og iðnaður, þar sem mikið er notast við kol, einnig mikilli mengun.Mengunin hefur komið sérstaklega niður á börnum og öldruðum. AFP ræddi við eina konu sem þurfti að taka tveggja mánaða frí frá vinnu til að annast 16 mánaða barn sitt á sjúkrahúsi. Hún segir son sinn hafa fæðst heilbrigðan en hann sé nú kominn með mikinn astma. Um hálf milljón manna búa í Skopje en þar eru minnst hundrað börn á sjúkrahúsum vegna öndunartengdra sjúkdóma. Það yngsta er tveggja mánaða gamalt. Magn PM10 (eindir sem eru undir tíu míkrómetrum í þvermál) fór yfir 188 míkrógrömm í hverjum rúmmetra tvo daga í röð í síðustu viku. Það er nærri því fjórfalt hærra en heilbrigðisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Svipaða sögu er að segja af PM2,5. Borgaryfirvöld lokuðu skólum í tvo daga, stöðvuðu stór byggingarverkefni og almenningssamgöngur voru ókeypis.Nú hafa yfirvöld borgarinnar ákveðið að reyna að draga úr mengun um helming á næstu tveimur árum. Meðal þess sem stendur til að gera er að leggja gasleiðslur til heimila svo íbúar geti hætt að brenna við og rusl.
Norður-Makedónía Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira