Sjúkrahótelið afhent í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 14:09 Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. Í tilkynningu segir að sjúkrahótelið sé fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut en aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, rannsóknahús og bílastæða,- tækni- og skrifstofuhús. Landspítalinn mun sjá um rekstur sjúkrahótelsins og hefur verið greint frá því að stefnt sé að opnun þess í apríl næstkomandi. „Dagurinn í dag markar tímamót í heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn og er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annars mun opnun sjúkrahótelsins stuðla að því mikilvæga markmiði að sjúklingar fái þjónustu á réttu og viðeigandi þjónustustigi, líkt og er leiðarstef í þeirri heilbrigðisstefnu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í tilkynningu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, við athöfnina í dag.vísir/vilhelmMikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu Þar er einnig haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að sjúkrahótel sé mikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu fyrir landsmenn. „Sjúklingar, aðstandendur þeirra, fjölskyldur - fjölbreyttur hópur fólks af öllu landinu mun njóta góða af þeirri góðu aðstöðu sem hér er að finna og það fer ekki fram hjá neinum sem fer um húsið að hér hefur verið vandað til verka og hugað að hverju smáatriði. Ég vona að sjúkrahótelið styðji við rekstur spítalans og létti álagi af honum þar sem allt of oft er verið að nota of dýr úrræði til að leysa vanda sjúkra. Hér eru fjölbreytt tækifæri, bæði tengd gistirýmum en einnig annarri þjónustu sem hægt að er veita hér t.d. á grundvelli þess glæsilega eldhúss sem komið hefur verið upp. Væntanlega skýrast slíkir þættir betur verði reksturinn boðinn út að loknum samningstímanum við LSH,“ segir Bjarni.Þeir sjást hér Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og fyrrverandi heilbrigðisráðherrarnir Óttarr Proppé, Jón Kristjánsson og Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir núverandi heilbrigðisráðherra, en við hlið hans stendur kona hans, Guðrún Ágústsdóttir.vísir/vilhelmFjórar hæðir, kjallari og 75 herbergi „Sjúkrahótelið veitir Landspítala kærkomið tækifæri til að efla enn frekar þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Stefnt er að að opnun hótelsins núna á vordögum, vonandi í aprílmánuði. Tilkoma hótelsins markar sömuleiðis ákveðin tímamót í uppbyggingu Landspítalaþorpsins við Hringbraut þar sem framkvæmdir við aðrar nýbyggingar okkar þar eru löngu hafnar og ganga vel. Framundan eru spennandi tímar,“ er svo haft eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, í tilkynningu. Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 að fjölbreyttri en á hótelinu og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur. Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúmmetrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.Afhending lyklanna gekk ekki áfallalaust fyrir sig en kannski að fall sé fararheill.Vísir/Vilhelm Heilbrigðismál Landspítalinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti. Í tilkynningu segir að sjúkrahótelið sé fyrsti áfangi í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut en aðrar byggingar eru meðferðarkjarninn, rannsóknahús og bílastæða,- tækni- og skrifstofuhús. Landspítalinn mun sjá um rekstur sjúkrahótelsins og hefur verið greint frá því að stefnt sé að opnun þess í apríl næstkomandi. „Dagurinn í dag markar tímamót í heilbrigðisþjónustu við alla landsmenn og er í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annars mun opnun sjúkrahótelsins stuðla að því mikilvæga markmiði að sjúklingar fái þjónustu á réttu og viðeigandi þjónustustigi, líkt og er leiðarstef í þeirri heilbrigðisstefnu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi,“ er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í tilkynningu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, við athöfnina í dag.vísir/vilhelmMikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu Þar er einnig haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að sjúkrahótel sé mikilvægur áfangi við að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisaðstöðu fyrir landsmenn. „Sjúklingar, aðstandendur þeirra, fjölskyldur - fjölbreyttur hópur fólks af öllu landinu mun njóta góða af þeirri góðu aðstöðu sem hér er að finna og það fer ekki fram hjá neinum sem fer um húsið að hér hefur verið vandað til verka og hugað að hverju smáatriði. Ég vona að sjúkrahótelið styðji við rekstur spítalans og létti álagi af honum þar sem allt of oft er verið að nota of dýr úrræði til að leysa vanda sjúkra. Hér eru fjölbreytt tækifæri, bæði tengd gistirýmum en einnig annarri þjónustu sem hægt að er veita hér t.d. á grundvelli þess glæsilega eldhúss sem komið hefur verið upp. Væntanlega skýrast slíkir þættir betur verði reksturinn boðinn út að loknum samningstímanum við LSH,“ segir Bjarni.Þeir sjást hér Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og fyrrverandi heilbrigðisráðherrarnir Óttarr Proppé, Jón Kristjánsson og Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir núverandi heilbrigðisráðherra, en við hlið hans stendur kona hans, Guðrún Ágústsdóttir.vísir/vilhelmFjórar hæðir, kjallari og 75 herbergi „Sjúkrahótelið veitir Landspítala kærkomið tækifæri til að efla enn frekar þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Stefnt er að að opnun hótelsins núna á vordögum, vonandi í aprílmánuði. Tilkoma hótelsins markar sömuleiðis ákveðin tímamót í uppbyggingu Landspítalaþorpsins við Hringbraut þar sem framkvæmdir við aðrar nýbyggingar okkar þar eru löngu hafnar og ganga vel. Framundan eru spennandi tímar,“ er svo haft eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, í tilkynningu. Sjúkrahótelið er fjórar hæðir og kjallari. Fjöldi herbergja er 75 að fjölbreyttri en á hótelinu og er aðstaða fyrir fatlaða og stærri herbergi fyrir fjölskyldur. Hótelið er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó), 14.780 rúmmetrar (brúttó), með móttöku, veitingasal, sólstofu, vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga og samtengt Landspítalanum með kjallara og tengigöngum.Afhending lyklanna gekk ekki áfallalaust fyrir sig en kannski að fall sé fararheill.Vísir/Vilhelm
Heilbrigðismál Landspítalinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43 Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54 Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ómögulegt að sinna sýkingarvörnum og meðalbiðtími nær sólarhringur Alma D. Möller landlæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áliti sínu vegna alvarlegrar stöðu sem skapast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. 20. desember 2018 12:43
Lokaþrif um helgina og afhending í lok mánaðar NLSH tók við verkinu ókláruðu af verktakanum Munck Ísland ehf. vegna ágreinings. 23. janúar 2019 15:54
Afhenda sjúkrahótelið óklárað vegna ágreinings Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýjum landspítala sem send var fjölmiðlum í dag. 30. nóvember 2018 16:00