Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 12:15 Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur. Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir atvinnurekendur þegar vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr notkun á burðarpokum úr plasti en frumvarpið sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra á þremur sviðum. Í fyrsta lagi nær það til allra plastpoka óháð þykkt þeirra. Í öðru lagi verður óheimilt að afhenta plastpoka hér á landi frá og með 2021, en samkvæmt Evróputilskipuninni er áfram heimilt að afhenta plastpoka gegn gjaldi í aðildarríkjum. Í þriðja lagi verður frá og með 1. júlí á þessu ári skylt að taka gjald fyrir alla burðarpoka, óháð því hvort þeir séu úr plasti eða ekki. Bannið nær þó ekki til plastpoka sem eru söluvara í hillum, svo sem nestispoka eða ruslapoka. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verslanir hafi margar hverjar þegar tekið stór skref og verið leiðandi í baráttunni gegn plastnotkun. „Aðalatriði málsins er það að við teljum að plastnotkun fari mjög hratt minnkandi í landinu, bæði plastpokanotkun og plastnotkun almennt alveg burt séð frá þessu frumvarpi umhverfisráðherra,“ segir Andrés. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, telur neytendur almennt vera reiðubúna að gefa plastpokann upp á bátinn. „Mér finnst vera gríðarlega mikil vakning og kannski sérstaklega finnur maður það í því að við erum hætt að tala bara um flokkun, við erum líka að tala um neysluna sem vandamálið því við þurfum náttúrlega að byrja þar þótt að það sé gott að flokka,“ segir Brynhildur.
Alþingi Umhverfismál Tengdar fréttir Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45 Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12 Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn. 25. janúar 2019 06:45
Örplast fannst í fýlum og kræklingi við Íslandsstrendur Umhverfisstofnun lét rannsaka plastmengun í hafinu við Ísland. 14. janúar 2019 11:12
Umhverfisvitund getur reynst arðbær Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. 17. janúar 2019 19:30