Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 11:29 Vestmannaeyjar Vísir Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már
Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41