Birgir vill stokka upp trúnaðarstöður í þingflokki Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2019 19:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30
Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00