Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:46 Jussie Smollett fer með hlutverk Jamal Lyon í Empire. Getty/Theo Wargo Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. Lögreglan í Chicago hefur árásina til rannsóknar en talið er kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir árásarmönnunum. Leikarinn, Jussie Smollett, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir að tveir menn réðust á hann og helltu yfir hann einhvers konar vökva, sem ætla má að hafi átt að valda Smollett enn meiri skaða. Ekki er búið að greina frá því um hvaða efni mennirnir helltu yfir leikarann en fjölmiðlar vestanhafs telja að um klór hafi getað verið að ræða. Árásarmennirnir eru jafnframt sagðir hafa bundið reipi um háls leikarans áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Þrátt fyrir það hefur Smollett nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann talinn vera við góða heilsu. Lögreglan segist rannsaka árásina sem hatursglæp en mennirnir tveir eru taldir hafa hreytt fordómafullum fúkyrðum í Smollet, sem er dökkur á hörund og samkynhneigður. Lögreglan í Chicago hefur biðlað til þeirra sem kunna að hafa einhverja vitneskju um árásina að gefa sig fram og aðstoða við rannsókn málsins. Smollett leikur hinn samkynhneigða Jamal Lyon í Empire. Þættirnir hverfast um tónlist og átök innan fjölskyldu sem rekur útgáfufyrirtæki. Áður hafði Smollet leikið í kvikmyndum á borð við The Mighty Ducks og Alien: Covenant. Uppfært 21. febrúar Smollett er talinn hafa sviðsett árásina. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. Lögreglan í Chicago hefur árásina til rannsóknar en talið er kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir árásarmönnunum. Leikarinn, Jussie Smollett, þurfti á læknisaðstoð að halda eftir að tveir menn réðust á hann og helltu yfir hann einhvers konar vökva, sem ætla má að hafi átt að valda Smollett enn meiri skaða. Ekki er búið að greina frá því um hvaða efni mennirnir helltu yfir leikarann en fjölmiðlar vestanhafs telja að um klór hafi getað verið að ræða. Árásarmennirnir eru jafnframt sagðir hafa bundið reipi um háls leikarans áður en þeir yfirgáfu vettvanginn. Þrátt fyrir það hefur Smollett nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann talinn vera við góða heilsu. Lögreglan segist rannsaka árásina sem hatursglæp en mennirnir tveir eru taldir hafa hreytt fordómafullum fúkyrðum í Smollet, sem er dökkur á hörund og samkynhneigður. Lögreglan í Chicago hefur biðlað til þeirra sem kunna að hafa einhverja vitneskju um árásina að gefa sig fram og aðstoða við rannsókn málsins. Smollett leikur hinn samkynhneigða Jamal Lyon í Empire. Þættirnir hverfast um tónlist og átök innan fjölskyldu sem rekur útgáfufyrirtæki. Áður hafði Smollet leikið í kvikmyndum á borð við The Mighty Ducks og Alien: Covenant. Uppfært 21. febrúar Smollett er talinn hafa sviðsett árásina.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00