Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 12:30 Rúmensku starfsmennirnir dvelja í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi. Visir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna eru hvött til að skipta aðeins við starfsmannleigur sem þau bera fullt traust til.Sólveig Anna Jónsdóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Vísir/Stöð 2Kröfur um sektarákvæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fylgjast með starfsmannaleigum og beri ábyrgð á kjarasamningum. „Í kröfugerð okkar í yfirstandandi kjaraviðræðum erum við með kröfu inni sem snýr að því að sektarákvæði verði sett inn í kjarasamninga, fjárupphæðir sem komi þá á fólk sem kemur svona fram. Við erum líka með það í kröfugerðinni okkar að heimildir atvinnurekenda til þess að gera leigu einhvern veginn part af launakjörum verði mjög takmarkaðar. Ef Samtök atvinnulífsins mæta okkur þarna og samþykkja þessi ákvæði inní kjarasamninga erum við komin langleiðina með að geta raunverulega farið að takast á við þetta grafalvarlega ástand,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessi atriði hafi verið rædd í samningaviðræðunum. Aðalatriðið séu reglur sem samtökin og Alþýðusamband Íslands hafi komið sér saman um. „Við þurfum að ræða þetta á víðari vettvangi og heppilegur vettvangur er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Ísland (ASÍ). SA og ASÍ skiluðu í síðustu viku tillögum til félagsmálaráðuneytisins um úrbætur til þess að koma í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði. SA og ASÍ hafa unnið mjög þétt að því marki á undanförnum árum, um það er enginn ágreiningur,“ segir Halldór Benjamín. Kjaramál Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna eru hvött til að skipta aðeins við starfsmannleigur sem þau bera fullt traust til.Sólveig Anna Jónsdóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Vísir/Stöð 2Kröfur um sektarákvæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fylgjast með starfsmannaleigum og beri ábyrgð á kjarasamningum. „Í kröfugerð okkar í yfirstandandi kjaraviðræðum erum við með kröfu inni sem snýr að því að sektarákvæði verði sett inn í kjarasamninga, fjárupphæðir sem komi þá á fólk sem kemur svona fram. Við erum líka með það í kröfugerðinni okkar að heimildir atvinnurekenda til þess að gera leigu einhvern veginn part af launakjörum verði mjög takmarkaðar. Ef Samtök atvinnulífsins mæta okkur þarna og samþykkja þessi ákvæði inní kjarasamninga erum við komin langleiðina með að geta raunverulega farið að takast á við þetta grafalvarlega ástand,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessi atriði hafi verið rædd í samningaviðræðunum. Aðalatriðið séu reglur sem samtökin og Alþýðusamband Íslands hafi komið sér saman um. „Við þurfum að ræða þetta á víðari vettvangi og heppilegur vettvangur er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Ísland (ASÍ). SA og ASÍ skiluðu í síðustu viku tillögum til félagsmálaráðuneytisins um úrbætur til þess að koma í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði. SA og ASÍ hafa unnið mjög þétt að því marki á undanförnum árum, um það er enginn ágreiningur,“ segir Halldór Benjamín.
Kjaramál Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00