Segir borgina hafa sent sms þvert gegn ábendingum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Markmið verkefnis borgarinnar var að auka kosningaþátttöku ungra kjósenda og fleiri hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
„Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira