Vandi Bretlands ekki leystur með Brexit Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Miatta Fahnbulleh heldur erindi í dag á 20 ára afmælisþingi Vinstri grænna. „Við bæði vinnum að því að framkvæma og fræða. Sem þýðir að við búum til og kynnum hugmyndir um hvernig megi knýja fram breytingar. En við reynum líka að koma hugmyndum okkar í framkvæmd,“ segir Miatta Fahnbulleh, framkvæmdastýra bresku samtakanna New Economics Foundation, sem er meðal fyrirlesara á 20 ára afmælisþingi Vinstri grænna í dag. Samtökin beita sér fyrir breyttu hagkerfi sem virkar bæði fyrir fólkið og plánetuna. Hún segir að við lifum á spennandi tímum þar sem fólk sé, á alþjóðavísu, loks farið að setja spurningarmerki við óbreytt ástand. „Fólk leyfir sér að efast um hluti sem aldrei var efast um áður. Okkar tilfinning er sú að það skapi tækifæri til að tala um hvernig megi gera hlutina öðruvísi. Það sem við köllum „nýtt hagkerfi“ og öðruvísi leiðir til að skipuleggja það,“ segir Fahnbulleh. Hún segir að þau reyni að hugsa stórt og reyni síðan að fá stjórnmálamenn með sér í lið til að hugsa hvernig megi koma hugmyndunum í framkvæmd. Spurð hvernig það gangi að fá fólk í lið með þeim segir hún að það sé sannarlega erfitt. Þau hafi síðustu tíu ár unnið að því að tala við fólk í samfélaginu til að reyna að finna lausnir á því hvernig þau geti hagað sínu hversdagslífi á nýjan og öðruvísi hátt. „Ef þú getur svo tekið vandamál fólks og breytt þeim í jákvæða aðgerð og gefið þeim um leið umboð til að líða eins og þeirra gjörðir hafi áhrif, þá er það eitthvað sem virkar,“ segir Fahnbulleh.Rúmur mánuður er til útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.EPA/FACUNDO ARRIZABALAGAUm útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, segir Fahnbulleh að tvennt verði að taka til greina. Í fyrsta lagi að síðustu tvö ár hafi Brexit stjórnað allri pólitískri umræðu í Bretlandi og að sumir séu fullkomlega ónæmir og einangraðir gagnvart umræðunni. Hún segir að staða New Economics Foundation hvað varðar Brexit sé þó skýr. Þau vilji sjá kerfislægar breytingar á hagkerfinu og að það sé fullkomlega ljóst að Brexit geri það erfiðara. Hún segir að margir af þeim sem kusu með því að fara úr Evrópusambandinu hafi í raun verið að kjósa um þessi vandamál. Fólk hafi kosið að fara því að því hafi liðið eins og það hefði ekki neinu að tapa og það sé eitthvað sem stjórnmálamenn skilji ekki enn. „Brexit er orðið að einhvers konar þráhyggju og grímu fyrir þann grundvallarvanda sem steðjar að hagkerfinu í Bretlandi og sú leið sem við erum að fara núna gerir það ekki líklegra að þessi vandi verði leystur. Ég er ekki sammála ákvörðuninni og tel ekki að þetta sé rétt leið, en það var ákall um breytingar.“ Fahnbulleh segir að þessi grundvallarvandi í bresku samfélagi sé margþættur. Laun hafi staðið í stað í um tíu ár þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað, útlánsvextir séu hærri, húsnæðisverð sé hærra og fleiri skuldi meira. Þá nefnir hún einnig vandamál á vinnumarkaði og að of mikið sé af láglaunastörfum. „Hagkerfi okkar er byggt á þeim gildum að þegar það vex þá muni flestum ganga betur, brauðmolakenningunni. Sumum vegnar mjög vel og öðrum allt í lagi. En þetta kerfi er algerlega brotið og fólk finnur fyrir því,“ segir Fahnbulleh. Hún segir að kjarni málsins sé sá að í Bretlandi sé lífsgæðakrísa sem hafi leitt til þess að fólk finnur að næsta kynslóð mun, í fyrsta skipti í langan tíma, ekki hafa það betra en sú fyrri. Því eigi fólk erfitt með að vita hverju það vinnur fyrir og að.Fulltrúar Breta og Evrópusambandsins hafa setið á rökstólum undanfarin ár.Vísir/EPABæði fyrir fólkið og plánetuna Fahnbulleh segir að New Economics Foundation vinni eftir tveimur stólpum, fólki og plánetunni. Þannig einbeiti þau sér einnig að grænum lausnum fyrir „nýja hagkerfið“. Hún segir að kapítalíska módelið samræmist illa umhverfisvernd. „Við göngum á auðlindir jarðar hraðar en jörðin nær að endurnýja þær. Þar til nú hefur það verið „í lagi“. En nú er eins og það sé orðið of mikið.“ Hún segir að henni finnist merkilegt að umhverfismálin séu ekki meira rædd og í forgrunni alls staðar. Vandinn sé í raun tilvistarlegur [e. existential) því þegar allt kemur til alls þá skipti ekkert annað máli. Hún segir að á næstu tíu árum munum við víða fara að sjá raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga. „Þetta mun allt verða mjög raunverulegt á næstu tíu árum og við teljum ekki að stjórnmálamenn séu nokkurs staðar nálægt því að skilja það. Þetta verður að vera í forgangi, og okkar trú er sú að til að bregðast við því verði að endurskoða hagkerfi okkar og hvernig það heftir umhverfið.“ Hún segir að í umbreytingu hagkerfisins liggi mörg tækifæri. En það sé kapphlaup í áttina að þeim. Þau lönd sem uppgötvi það fyrr muni hafa forskot á önnur lönd. Lönd eins og Kína og Indland sem munu finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga fyrr en aðrir munu hafa meiri hvata til að grípa þessi tækifæri og geta þannig orðið leiðtogar á þessu sviði alþjóðlega. Hún segir að samhliða þessum breytingum þurfi þó að huga að því hvaða áhrif þær hafi á fólk og nauðsynlegt sé að tryggja að umhverfisvernd sé ekki á kostnað félagslegs jafnréttis eða fólks. „Þú ferð græna leið, en á þann veg að það verndar samfélagið.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
„Við bæði vinnum að því að framkvæma og fræða. Sem þýðir að við búum til og kynnum hugmyndir um hvernig megi knýja fram breytingar. En við reynum líka að koma hugmyndum okkar í framkvæmd,“ segir Miatta Fahnbulleh, framkvæmdastýra bresku samtakanna New Economics Foundation, sem er meðal fyrirlesara á 20 ára afmælisþingi Vinstri grænna í dag. Samtökin beita sér fyrir breyttu hagkerfi sem virkar bæði fyrir fólkið og plánetuna. Hún segir að við lifum á spennandi tímum þar sem fólk sé, á alþjóðavísu, loks farið að setja spurningarmerki við óbreytt ástand. „Fólk leyfir sér að efast um hluti sem aldrei var efast um áður. Okkar tilfinning er sú að það skapi tækifæri til að tala um hvernig megi gera hlutina öðruvísi. Það sem við köllum „nýtt hagkerfi“ og öðruvísi leiðir til að skipuleggja það,“ segir Fahnbulleh. Hún segir að þau reyni að hugsa stórt og reyni síðan að fá stjórnmálamenn með sér í lið til að hugsa hvernig megi koma hugmyndunum í framkvæmd. Spurð hvernig það gangi að fá fólk í lið með þeim segir hún að það sé sannarlega erfitt. Þau hafi síðustu tíu ár unnið að því að tala við fólk í samfélaginu til að reyna að finna lausnir á því hvernig þau geti hagað sínu hversdagslífi á nýjan og öðruvísi hátt. „Ef þú getur svo tekið vandamál fólks og breytt þeim í jákvæða aðgerð og gefið þeim um leið umboð til að líða eins og þeirra gjörðir hafi áhrif, þá er það eitthvað sem virkar,“ segir Fahnbulleh.Rúmur mánuður er til útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.EPA/FACUNDO ARRIZABALAGAUm útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, segir Fahnbulleh að tvennt verði að taka til greina. Í fyrsta lagi að síðustu tvö ár hafi Brexit stjórnað allri pólitískri umræðu í Bretlandi og að sumir séu fullkomlega ónæmir og einangraðir gagnvart umræðunni. Hún segir að staða New Economics Foundation hvað varðar Brexit sé þó skýr. Þau vilji sjá kerfislægar breytingar á hagkerfinu og að það sé fullkomlega ljóst að Brexit geri það erfiðara. Hún segir að margir af þeim sem kusu með því að fara úr Evrópusambandinu hafi í raun verið að kjósa um þessi vandamál. Fólk hafi kosið að fara því að því hafi liðið eins og það hefði ekki neinu að tapa og það sé eitthvað sem stjórnmálamenn skilji ekki enn. „Brexit er orðið að einhvers konar þráhyggju og grímu fyrir þann grundvallarvanda sem steðjar að hagkerfinu í Bretlandi og sú leið sem við erum að fara núna gerir það ekki líklegra að þessi vandi verði leystur. Ég er ekki sammála ákvörðuninni og tel ekki að þetta sé rétt leið, en það var ákall um breytingar.“ Fahnbulleh segir að þessi grundvallarvandi í bresku samfélagi sé margþættur. Laun hafi staðið í stað í um tíu ár þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað, útlánsvextir séu hærri, húsnæðisverð sé hærra og fleiri skuldi meira. Þá nefnir hún einnig vandamál á vinnumarkaði og að of mikið sé af láglaunastörfum. „Hagkerfi okkar er byggt á þeim gildum að þegar það vex þá muni flestum ganga betur, brauðmolakenningunni. Sumum vegnar mjög vel og öðrum allt í lagi. En þetta kerfi er algerlega brotið og fólk finnur fyrir því,“ segir Fahnbulleh. Hún segir að kjarni málsins sé sá að í Bretlandi sé lífsgæðakrísa sem hafi leitt til þess að fólk finnur að næsta kynslóð mun, í fyrsta skipti í langan tíma, ekki hafa það betra en sú fyrri. Því eigi fólk erfitt með að vita hverju það vinnur fyrir og að.Fulltrúar Breta og Evrópusambandsins hafa setið á rökstólum undanfarin ár.Vísir/EPABæði fyrir fólkið og plánetuna Fahnbulleh segir að New Economics Foundation vinni eftir tveimur stólpum, fólki og plánetunni. Þannig einbeiti þau sér einnig að grænum lausnum fyrir „nýja hagkerfið“. Hún segir að kapítalíska módelið samræmist illa umhverfisvernd. „Við göngum á auðlindir jarðar hraðar en jörðin nær að endurnýja þær. Þar til nú hefur það verið „í lagi“. En nú er eins og það sé orðið of mikið.“ Hún segir að henni finnist merkilegt að umhverfismálin séu ekki meira rædd og í forgrunni alls staðar. Vandinn sé í raun tilvistarlegur [e. existential) því þegar allt kemur til alls þá skipti ekkert annað máli. Hún segir að á næstu tíu árum munum við víða fara að sjá raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga. „Þetta mun allt verða mjög raunverulegt á næstu tíu árum og við teljum ekki að stjórnmálamenn séu nokkurs staðar nálægt því að skilja það. Þetta verður að vera í forgangi, og okkar trú er sú að til að bregðast við því verði að endurskoða hagkerfi okkar og hvernig það heftir umhverfið.“ Hún segir að í umbreytingu hagkerfisins liggi mörg tækifæri. En það sé kapphlaup í áttina að þeim. Þau lönd sem uppgötvi það fyrr muni hafa forskot á önnur lönd. Lönd eins og Kína og Indland sem munu finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga fyrr en aðrir munu hafa meiri hvata til að grípa þessi tækifæri og geta þannig orðið leiðtogar á þessu sviði alþjóðlega. Hún segir að samhliða þessum breytingum þurfi þó að huga að því hvaða áhrif þær hafi á fólk og nauðsynlegt sé að tryggja að umhverfisvernd sé ekki á kostnað félagslegs jafnréttis eða fólks. „Þú ferð græna leið, en á þann veg að það verndar samfélagið.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent