Kosningasvindl í Reykjavík? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 09:00 Pínleg uppákoma varð á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Á neðri hluta síðunnar var frétt með mynd af blaðamannafundi Dags B. um að breyta ætti skrifstofum í svið, eða sviðum í skrifstofur (man ekki alveg hvort var). Á efri hluta síðunnar er síðan frétt um að Reykjavíkurborg hafi með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á hegðun ákveðins hóps kjósenda í síðustu kosningum. Þar svaraði fyrir málið „í fjarveru“ borgarstjóra, borgarritarinn. Hann benti í allar áttir nema í þá einu þar sem ábyrgðin liggur. Fyrsta viðbragð er eins og vanalega að tefla fram embættismönnum þegar erfið mál koma upp. Vitanlega mun Dagur þurfa að tjá sig um málið, en ferlið er alltaf það sama, fyrst er reynt að dreifa ábyrgðinni, embættismenn látnir tjá sig, og síðan kemur Dagur fram, án ábyrgðar. Þetta mál er grafalvarlegt. Samfylkingin, Píratar og VG notuðu sameiginlega sjóði borgarbúa til að reyna að hafa áhrif á kosningahegðun. Persónuvernd bendir til dæmis á að skilaboðin sem send voru til ungra kjósenda hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ótrúlegt og siðlaust. Ég get varla beðið eftir því að sjá hvernig hinir siðvöndu Píratar ætla að bregðast við, væntanlega leggja þeir til að ferlar verði skoðaðir og skrifstofum breytt í svið, eða öfugt. Braggamál koma og fara. En tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á kosningar er gríðarlega alvarlegt mál og ábyrgðin liggur kirfilega hjá Degi, Pírötum og VG. Hvernig getum við treyst þessu fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Pínleg uppákoma varð á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Á neðri hluta síðunnar var frétt með mynd af blaðamannafundi Dags B. um að breyta ætti skrifstofum í svið, eða sviðum í skrifstofur (man ekki alveg hvort var). Á efri hluta síðunnar er síðan frétt um að Reykjavíkurborg hafi með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á hegðun ákveðins hóps kjósenda í síðustu kosningum. Þar svaraði fyrir málið „í fjarveru“ borgarstjóra, borgarritarinn. Hann benti í allar áttir nema í þá einu þar sem ábyrgðin liggur. Fyrsta viðbragð er eins og vanalega að tefla fram embættismönnum þegar erfið mál koma upp. Vitanlega mun Dagur þurfa að tjá sig um málið, en ferlið er alltaf það sama, fyrst er reynt að dreifa ábyrgðinni, embættismenn látnir tjá sig, og síðan kemur Dagur fram, án ábyrgðar. Þetta mál er grafalvarlegt. Samfylkingin, Píratar og VG notuðu sameiginlega sjóði borgarbúa til að reyna að hafa áhrif á kosningahegðun. Persónuvernd bendir til dæmis á að skilaboðin sem send voru til ungra kjósenda hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum. Ótrúlegt og siðlaust. Ég get varla beðið eftir því að sjá hvernig hinir siðvöndu Píratar ætla að bregðast við, væntanlega leggja þeir til að ferlar verði skoðaðir og skrifstofum breytt í svið, eða öfugt. Braggamál koma og fara. En tilraun til að hafa óeðlileg áhrif á kosningar er gríðarlega alvarlegt mál og ábyrgðin liggur kirfilega hjá Degi, Pírötum og VG. Hvernig getum við treyst þessu fólki?
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar