Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2019 20:30 Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á svæðið þar sem síðustu malarkaflarnir eru á þjóðveginum um norðausturhorn landsins. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur en með þeim verður norðausturhringurinn allur lagður bundnu slitlagi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar kort Vegagerðarinnar yfir bundið slitlag er skoðað sést að á 44 kílómetra þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi en þetta er síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Alþingi hefur nú með samþykkt samgönguáætlunar, að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar, markað þá stefnu að strax í sumar verði hafist handa við að klára þetta verk. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir mjög ánægjulegt að sjá hvað þingnefndin virðist taka skýra afstöðu hvað varðar veginn um Langanesströnd og í framhaldinu um veginn um Brekknaheiði. „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ segir Elías. Þingnefndin tengir þetta við átak um eflingu byggðar við Bakkaflóa og leggur eindregið til að lagningu bundins slitlags á Langanesströnd ljúki eigi síðar en 2021. Í beinu framhaldi verður farið í veginn um Brekknaheiði og má gera ráð fyrir að honum ljúki innan sex ára.Bændurnir á Miðfjarðarnesi við Bakkaflóa, Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mun breyta miklu fyrir bændurna á Miðfjarðarnesi, þau Sigríði Ósk Indriðadóttur og Krzysztof Krawczyk, sem við hittum síðastliðið sumar, en þau sækja bæði vinnu til Þórshafnar, auk þess sem börnin þeirra fara þangað í grunnskóla og það yfir heiði. „En það eru ekkert margir dagar sem ég kemst ekki í vinnu vegna veðurs. En vegurinn er náttúrlega alveg afleitur yfirleitt,“ segir Sigríður Ósk. Vegarbæturnar munu gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. „Það er það sem við höfum haldið fram; að þetta hafi ekki bara áhrif á þetta sveitarfélag heldur líka á ferðaþjónustu á öllu svæðinu. Vegna þess að það virðist vera þannig að túrismi gengur svolítið út á það að keyra í hringi en ekki fram og til baka. Og vegurinn hefur verið mikill tálmi hvað það varðar að bæði túristar og rútufyrirtæki kæmu þessa leið,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Langanesbyggð Norðurþing Samgöngur Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár. 2. nóvember 2009 19:15 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Kárahnjúkavinnubúðir verða hótel á Langanesi Tafir á Helguvíkurframkvæmdum urðu til þess að vinnubúðir, sem áttu að fara þangað frá Kárahnjúkum, lentu í höndum hollenskrar konu, sem nú er að breyta þeim í íbúðahótel á Langanesi fyrir sextíu gesti. 24. október 2009 19:03 Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Konurnar ætla að dansa vegna nýja vegarins Íbúar á norðausturhorni landsins efna til allsherjar héraðshátíðar á sex stöðum um helgina í tilefni þess að nýr vegur yfir Melrakkasléttu verður formlega opnaður, en með honum styttast leiðir til bæði Raufarhafnar og Þórshafnar, auk þess sem samfellt malbik verður komið þangað alla leið úr Reykjavík. 4. nóvember 2010 11:36 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur en með þeim verður norðausturhringurinn allur lagður bundnu slitlagi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar kort Vegagerðarinnar yfir bundið slitlag er skoðað sést að á 44 kílómetra þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi en þetta er síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Alþingi hefur nú með samþykkt samgönguáætlunar, að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar, markað þá stefnu að strax í sumar verði hafist handa við að klára þetta verk. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir mjög ánægjulegt að sjá hvað þingnefndin virðist taka skýra afstöðu hvað varðar veginn um Langanesströnd og í framhaldinu um veginn um Brekknaheiði. „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ segir Elías. Þingnefndin tengir þetta við átak um eflingu byggðar við Bakkaflóa og leggur eindregið til að lagningu bundins slitlags á Langanesströnd ljúki eigi síðar en 2021. Í beinu framhaldi verður farið í veginn um Brekknaheiði og má gera ráð fyrir að honum ljúki innan sex ára.Bændurnir á Miðfjarðarnesi við Bakkaflóa, Krzysztof Krawczyk og Sigríður Ósk Indriðadóttir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þetta mun breyta miklu fyrir bændurna á Miðfjarðarnesi, þau Sigríði Ósk Indriðadóttur og Krzysztof Krawczyk, sem við hittum síðastliðið sumar, en þau sækja bæði vinnu til Þórshafnar, auk þess sem börnin þeirra fara þangað í grunnskóla og það yfir heiði. „En það eru ekkert margir dagar sem ég kemst ekki í vinnu vegna veðurs. En vegurinn er náttúrlega alveg afleitur yfirleitt,“ segir Sigríður Ósk. Vegarbæturnar munu gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. „Það er það sem við höfum haldið fram; að þetta hafi ekki bara áhrif á þetta sveitarfélag heldur líka á ferðaþjónustu á öllu svæðinu. Vegna þess að það virðist vera þannig að túrismi gengur svolítið út á það að keyra í hringi en ekki fram og til baka. Og vegurinn hefur verið mikill tálmi hvað það varðar að bæði túristar og rútufyrirtæki kæmu þessa leið,“ segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Langanesbyggð Norðurþing Samgöngur Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár. 2. nóvember 2009 19:15 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Kárahnjúkavinnubúðir verða hótel á Langanesi Tafir á Helguvíkurframkvæmdum urðu til þess að vinnubúðir, sem áttu að fara þangað frá Kárahnjúkum, lentu í höndum hollenskrar konu, sem nú er að breyta þeim í íbúðahótel á Langanesi fyrir sextíu gesti. 24. október 2009 19:03 Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50 Konurnar ætla að dansa vegna nýja vegarins Íbúar á norðausturhorni landsins efna til allsherjar héraðshátíðar á sex stöðum um helgina í tilefni þess að nýr vegur yfir Melrakkasléttu verður formlega opnaður, en með honum styttast leiðir til bæði Raufarhafnar og Þórshafnar, auk þess sem samfellt malbik verður komið þangað alla leið úr Reykjavík. 4. nóvember 2010 11:36 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Vopnfirðingar sjá fram á hátíð eftir 2 ár Vopnfirðingar telja sig ljónheppna að nýr vegur til héraðsins skyldi hafa sloppið í útboð rétt fyrir hrun. Fyrir vikið sjá þeir fram á hátíðarhöld eftir tvö ár. 2. nóvember 2009 19:15
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Kárahnjúkavinnubúðir verða hótel á Langanesi Tafir á Helguvíkurframkvæmdum urðu til þess að vinnubúðir, sem áttu að fara þangað frá Kárahnjúkum, lentu í höndum hollenskrar konu, sem nú er að breyta þeim í íbúðahótel á Langanesi fyrir sextíu gesti. 24. október 2009 19:03
Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30
Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30
Vopnfirðingar fá malbikið í sumar Tímamót verða í samgöngumálum Vopnfirðinga í sumar þegar héraðið tengist öðrum landshlutum með bundnu slitlagi í fyrsta sinn. Lagning nýja vegarins í Vopnafjörð er langt komin en hún er stærsta verkefnið sem unnið er að í vegagerð hérlendis um þessar mundir. 23. mars 2011 19:50
Konurnar ætla að dansa vegna nýja vegarins Íbúar á norðausturhorni landsins efna til allsherjar héraðshátíðar á sex stöðum um helgina í tilefni þess að nýr vegur yfir Melrakkasléttu verður formlega opnaður, en með honum styttast leiðir til bæði Raufarhafnar og Þórshafnar, auk þess sem samfellt malbik verður komið þangað alla leið úr Reykjavík. 4. nóvember 2010 11:36