Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 15:30 Starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafa undirbúið neyðarástandsyfirlýsingu á undanförnum vikum og kemur það enn til greina en verið er að leita annarra leiða. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. Forsetinn nýtur ekki stuðnings alls Repúblikanaflokksins við að loka alríkisstofnunum á nýjan leik né vilji hann lýsa yfir neyðarástandi. Einhverjir Repúblikanar hafa þrýst á forsetanna að samþykkja þá niðurstöðu sem samninganefnd þingsins kemst að, hver sem hún verður. Fyrir einungis rúmri viku síðan lýsti Trump því yfir að umrædd samninganefnd væri sóun á tíma. Demókratar ætluðu ekki að veita fé til byggingar múrs og hann myndi byggja múrinn sjálfur.Republicans on the Homeland Security Committee are wasting their time. Democrats, despite all of the evidence, proof and Caravans coming, are not going to give money to build the DESPERATELY needed WALL. I’ve got you covered. Wall is already being built, I don’t expect much help! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019 Starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafa undirbúið neyðarástandsyfirlýsingu á undanförnum vikum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Starfsmenn forsetans hafa, samkvæmt heimildum Politico, þó varað Trump við því og segja það geta reitt marga af hans helstu bandamönnum. Þar að auki gæti það sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerðar varðandi umhverfisvernd og byssueign í Bandaríkjunum.Þá er Trump sagður vera hættur að velta því upp opinberlega og í næði að lýsa yfir neyðarástandi. Áðurnefnd samninganefnd hefur unnið að því að komast að niðurstöðu á milli Demókrata og Repúblikana í tvær vikur. Meðlimir nefndarinnar sögðu fjölmiðlum í gær að þeir væru að nálgast niðurstöðu. Miðað við heimildir fjölmiðla í Bandaríkjunum inniheldur sú niðurstaða ekki þá 5,7 milljarða dala sem Trump vill fá til að byggja múrinn, þó hún innihaldi einhverja fjármuni til byggingar veggja eða girðinga á landamærunum.Samkvæmt Washington Post hafa starfsmenn Hvíta hússins þó gefið í skyn á undanförnum dögum að Trump sé alveg sama um hvaða niðurstöðu þingmennirnir komast að og hann muni skrifa undir hvað sem er.Það er vegna þess að Trump-liðar telja sig geta farið aðrar leiðir til að byggja múrinn. Þeir geti bæði farið fram hjá þinginu og sleppt því að lýsa yfir neyðarástandi, þó það komi enn til greina. Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í viðtali við Fox News á miðvikudaginn að Hvíta húsið myndi finna leið til að byggja múrinn með valdi forsetans.Meirihluti á móti byggingu múrsins Kannanir hafa sýnt fram á að meirihluti íbúa Bandaríkjanna eru mótfallnir því að byggja múr á landamærunum. Nýleg könnun Gallup sýndi fram á að sextíu prósent íbúa vilja ekki að múr verði reistur og samkvæmt könnun CNN eru rúmlega 60 prósent á móti því að Trump lýsi yfir neyðarástandi með því markmiði að byggja múrinn.Í umfjöllun Atlantic um nýjustu kannanir varðandi múrinn kemur fram að þeir samfélagshópar sem virtust fjarlægjast Repúblikanaflokkinn hvað mest miðað við þingkosningarnar í fyrra, hvað mest á móti byggingu múrs. Er þar um að ræða ung fólk, minnihlutahópa og háskólamenntað fólk og þar sérstaklega háskólamenntaðar konur.Það varpar ljósi á þá staðreynd að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert forsetanum ljóst að hann njóti ekki stuðnings þeirra. Það hafa þeir þó ekki allir gert. Lindsay Graham, sem hefur lengi varið náinn bandamaður Trump, lýsti því yfir í vikunni að ef þingmenn stæðu ekki við bakið á Trump ef hann lýsti yfir neyðarástandi, myndi stríð hefjast innan flokksins. Það er þó ekki ljóst hve mikils stuðnings Trump nýtur innan Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega með tilliti til þess að í þau tvö ár sem Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu voru engin skref tekin til að byggja múrinn eða veita opinberu fé til verksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. Forsetinn nýtur ekki stuðnings alls Repúblikanaflokksins við að loka alríkisstofnunum á nýjan leik né vilji hann lýsa yfir neyðarástandi. Einhverjir Repúblikanar hafa þrýst á forsetanna að samþykkja þá niðurstöðu sem samninganefnd þingsins kemst að, hver sem hún verður. Fyrir einungis rúmri viku síðan lýsti Trump því yfir að umrædd samninganefnd væri sóun á tíma. Demókratar ætluðu ekki að veita fé til byggingar múrs og hann myndi byggja múrinn sjálfur.Republicans on the Homeland Security Committee are wasting their time. Democrats, despite all of the evidence, proof and Caravans coming, are not going to give money to build the DESPERATELY needed WALL. I’ve got you covered. Wall is already being built, I don’t expect much help! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019 Starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafa undirbúið neyðarástandsyfirlýsingu á undanförnum vikum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Starfsmenn forsetans hafa, samkvæmt heimildum Politico, þó varað Trump við því og segja það geta reitt marga af hans helstu bandamönnum. Þar að auki gæti það sett slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerðar varðandi umhverfisvernd og byssueign í Bandaríkjunum.Þá er Trump sagður vera hættur að velta því upp opinberlega og í næði að lýsa yfir neyðarástandi. Áðurnefnd samninganefnd hefur unnið að því að komast að niðurstöðu á milli Demókrata og Repúblikana í tvær vikur. Meðlimir nefndarinnar sögðu fjölmiðlum í gær að þeir væru að nálgast niðurstöðu. Miðað við heimildir fjölmiðla í Bandaríkjunum inniheldur sú niðurstaða ekki þá 5,7 milljarða dala sem Trump vill fá til að byggja múrinn, þó hún innihaldi einhverja fjármuni til byggingar veggja eða girðinga á landamærunum.Samkvæmt Washington Post hafa starfsmenn Hvíta hússins þó gefið í skyn á undanförnum dögum að Trump sé alveg sama um hvaða niðurstöðu þingmennirnir komast að og hann muni skrifa undir hvað sem er.Það er vegna þess að Trump-liðar telja sig geta farið aðrar leiðir til að byggja múrinn. Þeir geti bæði farið fram hjá þinginu og sleppt því að lýsa yfir neyðarástandi, þó það komi enn til greina. Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í viðtali við Fox News á miðvikudaginn að Hvíta húsið myndi finna leið til að byggja múrinn með valdi forsetans.Meirihluti á móti byggingu múrsins Kannanir hafa sýnt fram á að meirihluti íbúa Bandaríkjanna eru mótfallnir því að byggja múr á landamærunum. Nýleg könnun Gallup sýndi fram á að sextíu prósent íbúa vilja ekki að múr verði reistur og samkvæmt könnun CNN eru rúmlega 60 prósent á móti því að Trump lýsi yfir neyðarástandi með því markmiði að byggja múrinn.Í umfjöllun Atlantic um nýjustu kannanir varðandi múrinn kemur fram að þeir samfélagshópar sem virtust fjarlægjast Repúblikanaflokkinn hvað mest miðað við þingkosningarnar í fyrra, hvað mest á móti byggingu múrs. Er þar um að ræða ung fólk, minnihlutahópa og háskólamenntað fólk og þar sérstaklega háskólamenntaðar konur.Það varpar ljósi á þá staðreynd að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa gert forsetanum ljóst að hann njóti ekki stuðnings þeirra. Það hafa þeir þó ekki allir gert. Lindsay Graham, sem hefur lengi varið náinn bandamaður Trump, lýsti því yfir í vikunni að ef þingmenn stæðu ekki við bakið á Trump ef hann lýsti yfir neyðarástandi, myndi stríð hefjast innan flokksins. Það er þó ekki ljóst hve mikils stuðnings Trump nýtur innan Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega með tilliti til þess að í þau tvö ár sem Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu voru engin skref tekin til að byggja múrinn eða veita opinberu fé til verksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent