Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 13:15 Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni grænu framboði árið 2013. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19