Útskýringar á uppsögn Hólmfríðar standist ekki nánari skoðun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. febrúar 2019 13:45 Hólmfríði Sveinsdóttur var sagt upp hjá IceProtein og Protis á dögunum. Aðsend Fyrrverandi stjórnarformaður IceProtein og Protis segir útreikninga framkvæmdastjóra Fisk Seafood ekki halda vatni. Ársreikningar félaganna sanni að enginn fótur sé fyrir yfirlýsingum um hundruð milljóna taprekstur þeirra á síðustu árum, sem notaðar voru til að réttlæta uppsögn Hólmfríðar Sveinsdóttur. Hólmfríður tók við starfi framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki árið 2013 - en var var sagt upp um síðastliðna helgi. Stöðugildið var lagt niður í framhaldi og sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood sem eignaðist allt hlutafé í félögunum tveimur árið 2012, það hafa verið lið í ýmsum skipulagsbreytingum sem hafi verið gerðar innan félagsins undanfarna mánuði. Uppsögn Hólmfríðar vakti töluverða athygli, ekki síst í ljósi þess að hún er margverðlaunuð á sínu sviði og hefur leikið lykilhlutverk í uppgangi fyrirtækisins á síðustu árum. Vegna hinnar „talsverðu umræðu“ sem skapaðist um málið ákvað fyrrnefndur Friðbjörn því að senda frá sér ítarlegri skýringu á uppsögninni, sem birt var í gærkvöldi á vefsíðu Feykis.Sjá einnig: Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og ProtisÞar ítrekar hann að uppsögnina megi rekja til skipulagsbreytinga. Vísindastarf Fisk Seafood sé kostnaðarsamt og fyrir vikið hafi „taprekstur undanfarinna ára mælist í hundruðum milljóna króna þegar allt er talið.“ Ekki sé hægt að halda lengi áfram á þeirri vegferð án þess að reynt sé að leita leiða til að koma betra jafnvægi á reksturinn. „Eðlilegar rekstrarforsendur verða að finnast og langtímamarkmiðið í þeim efnum er að sjálfsögðu í þessari starfsemi eins og annarri að viðunandi arðsemi fáist frá rekstrinum,“ segir Friðbjörn. Hann undirstrikar að uppsögnin hafi verið sársaukafull, eins og allar hagræðingaraðgerðir, en bætir við að hann hafi ekki einn komið að þessari ákvörðun. „Það er hins vegar bæði í mínum verkahring að gera tillögur um breytingar og framkvæma þær ef um þær er samstaða. Það reyni ég að gera eins vel og mér er frekast unnt og vissulega hefði ég kosið að atburðarásin í þessu tilfelli hefði verið önnur en raun varð á,“ segir Friðbjörn um leið og hann óskar Hólmfríði velfarnaðar á nýjum vettvangi.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um starfsemi fyrirtækjanna frá í apríl síðastliðinn.Tölurnar tali öðru máli Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fisk Seafood og stjórnarformaður IceProtein og Protis, dregur þessar skýringar eftirmanns síns hins vegar í efa. Í grein sem hann birti á Feyki í hádeginu, og ber yfirskriftina Sannleikurinn er sagna bestur, rekur hann rekstrarniðurstöður IceProtein áranna 2013 til 2017, árin sem Hólmfríður var framkvæmdastjóri. Félagið hafi samanlagt verið rekið með alls 7,5 milljóna króna hagnaði og heildartekjur IceProteins numið um 276,8 milljónum. Jón Eðvald segir að því sé þó ekki að neita að tap hafi verið á rekstri Protis frá 2016, sem var fyrsta rekstraár félagsins. Samanlagt tap ársins 2016 og 2017 nemi þó ekki nema 4,9 milljónum króna - víðsfjarri þeim „hundruðum milljóna“ sem Friðbjörn vísaði til í útskýringu sinni. „Heildartekjur Protis þessi tvö ár voru kr. 86,3 milljónir og samanstóðu af sölu afurða, þjónustu, styrkja úr hinum ýmsu sjóðum þar með talið þróunarsjóði KS til ýmissa verkefna. Ef afkoma beggja fyrirtækjanna er lögð saman, kemur út hagnaður sem nemur kr. 2,6 milljónum króna. Eigið fé Iceproteins var í árslok 2017 kr. 22,6 milljónir og eigið fé Protís var í árslok 2017 neikvætt að fjárhæð kr. 4,3 milljónir,“ skrifar Jón Eðvald til frekari útskýringar.Uppsögn verði endurskoðuð „Athygli skal vakin á því að kostnaður við vöruþróun og markaðsmál hefur verið gjaldfærður öll árin og því ekki neinar eignir skráðar í efnahagsreikningi félaganna, sem ekki eru áþreifanlegar. Færa má sterk rök fyrir því að ef sú leið hefði verið valin að halda fullum dampi í rekstri fyrirtækjanna og þeim mannauði, þekkingu og búnaði sem þar var til staðar, hefði eigandinn þ.e. FISK-Seafood ehf., ef hann hefði svo kosið, við sölu og eða sameiningu fyrirtækjanna við önnur fyrrtæki, fengið sinn eignarhlut metinn upp á tugi eða hundruða milljóna,“ segir Jón Eðvald ennfremur á Feyki. Að endingu hvetur hann stjórnir Fisk Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga til að endurskoða uppsögn Hólmfríðar - „og efla þessi fyrirtæki enn frekar til hagsbóta fyrir íbúa þessa héraðs.“ Hólmfríður segist sjálf í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Sjávarútvegur Skagafjörður Vistaskipti Tengdar fréttir Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og Protis Hólmfríði Sveinsdóttur hefur verið sagt upp sem framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki. 6. febrúar 2019 23:55 Framkvæmdastjóri FISK Seafood hættir Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi. 2. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrrverandi stjórnarformaður IceProtein og Protis segir útreikninga framkvæmdastjóra Fisk Seafood ekki halda vatni. Ársreikningar félaganna sanni að enginn fótur sé fyrir yfirlýsingum um hundruð milljóna taprekstur þeirra á síðustu árum, sem notaðar voru til að réttlæta uppsögn Hólmfríðar Sveinsdóttur. Hólmfríður tók við starfi framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki árið 2013 - en var var sagt upp um síðastliðna helgi. Stöðugildið var lagt niður í framhaldi og sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood sem eignaðist allt hlutafé í félögunum tveimur árið 2012, það hafa verið lið í ýmsum skipulagsbreytingum sem hafi verið gerðar innan félagsins undanfarna mánuði. Uppsögn Hólmfríðar vakti töluverða athygli, ekki síst í ljósi þess að hún er margverðlaunuð á sínu sviði og hefur leikið lykilhlutverk í uppgangi fyrirtækisins á síðustu árum. Vegna hinnar „talsverðu umræðu“ sem skapaðist um málið ákvað fyrrnefndur Friðbjörn því að senda frá sér ítarlegri skýringu á uppsögninni, sem birt var í gærkvöldi á vefsíðu Feykis.Sjá einnig: Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og ProtisÞar ítrekar hann að uppsögnina megi rekja til skipulagsbreytinga. Vísindastarf Fisk Seafood sé kostnaðarsamt og fyrir vikið hafi „taprekstur undanfarinna ára mælist í hundruðum milljóna króna þegar allt er talið.“ Ekki sé hægt að halda lengi áfram á þeirri vegferð án þess að reynt sé að leita leiða til að koma betra jafnvægi á reksturinn. „Eðlilegar rekstrarforsendur verða að finnast og langtímamarkmiðið í þeim efnum er að sjálfsögðu í þessari starfsemi eins og annarri að viðunandi arðsemi fáist frá rekstrinum,“ segir Friðbjörn. Hann undirstrikar að uppsögnin hafi verið sársaukafull, eins og allar hagræðingaraðgerðir, en bætir við að hann hafi ekki einn komið að þessari ákvörðun. „Það er hins vegar bæði í mínum verkahring að gera tillögur um breytingar og framkvæma þær ef um þær er samstaða. Það reyni ég að gera eins vel og mér er frekast unnt og vissulega hefði ég kosið að atburðarásin í þessu tilfelli hefði verið önnur en raun varð á,“ segir Friðbjörn um leið og hann óskar Hólmfríði velfarnaðar á nýjum vettvangi.Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um starfsemi fyrirtækjanna frá í apríl síðastliðinn.Tölurnar tali öðru máli Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fisk Seafood og stjórnarformaður IceProtein og Protis, dregur þessar skýringar eftirmanns síns hins vegar í efa. Í grein sem hann birti á Feyki í hádeginu, og ber yfirskriftina Sannleikurinn er sagna bestur, rekur hann rekstrarniðurstöður IceProtein áranna 2013 til 2017, árin sem Hólmfríður var framkvæmdastjóri. Félagið hafi samanlagt verið rekið með alls 7,5 milljóna króna hagnaði og heildartekjur IceProteins numið um 276,8 milljónum. Jón Eðvald segir að því sé þó ekki að neita að tap hafi verið á rekstri Protis frá 2016, sem var fyrsta rekstraár félagsins. Samanlagt tap ársins 2016 og 2017 nemi þó ekki nema 4,9 milljónum króna - víðsfjarri þeim „hundruðum milljóna“ sem Friðbjörn vísaði til í útskýringu sinni. „Heildartekjur Protis þessi tvö ár voru kr. 86,3 milljónir og samanstóðu af sölu afurða, þjónustu, styrkja úr hinum ýmsu sjóðum þar með talið þróunarsjóði KS til ýmissa verkefna. Ef afkoma beggja fyrirtækjanna er lögð saman, kemur út hagnaður sem nemur kr. 2,6 milljónum króna. Eigið fé Iceproteins var í árslok 2017 kr. 22,6 milljónir og eigið fé Protís var í árslok 2017 neikvætt að fjárhæð kr. 4,3 milljónir,“ skrifar Jón Eðvald til frekari útskýringar.Uppsögn verði endurskoðuð „Athygli skal vakin á því að kostnaður við vöruþróun og markaðsmál hefur verið gjaldfærður öll árin og því ekki neinar eignir skráðar í efnahagsreikningi félaganna, sem ekki eru áþreifanlegar. Færa má sterk rök fyrir því að ef sú leið hefði verið valin að halda fullum dampi í rekstri fyrirtækjanna og þeim mannauði, þekkingu og búnaði sem þar var til staðar, hefði eigandinn þ.e. FISK-Seafood ehf., ef hann hefði svo kosið, við sölu og eða sameiningu fyrirtækjanna við önnur fyrrtæki, fengið sinn eignarhlut metinn upp á tugi eða hundruða milljóna,“ segir Jón Eðvald ennfremur á Feyki. Að endingu hvetur hann stjórnir Fisk Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga til að endurskoða uppsögn Hólmfríðar - „og efla þessi fyrirtæki enn frekar til hagsbóta fyrir íbúa þessa héraðs.“ Hólmfríður segist sjálf í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.
Sjávarútvegur Skagafjörður Vistaskipti Tengdar fréttir Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og Protis Hólmfríði Sveinsdóttur hefur verið sagt upp sem framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki. 6. febrúar 2019 23:55 Framkvæmdastjóri FISK Seafood hættir Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi. 2. nóvember 2018 11:39 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og Protis Hólmfríði Sveinsdóttur hefur verið sagt upp sem framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki. 6. febrúar 2019 23:55
Framkvæmdastjóri FISK Seafood hættir Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fisk Seafood hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins og er honum óskað velfarnaðar í nýju starfi. 2. nóvember 2018 11:39