Átján ára strákur hjálpar Real Madrid að gleyma Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2019 18:15 Vinicius Junior. Vísir/Getty Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast