Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. febrúar 2019 06:00 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Vísir/Pjetur Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er að eigin mati vanhæf til að taka afstöðu til þess hvort hefja á rannsókn að nýju á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Hún tilkynnti dómsmálaráðherra um vanhæfi sitt með bréfi 12. desember síðastliðinn. Eins og fram kom við upphaf endurupptökumálsins er Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tengd Erni Höskuldssyni fjölskylduböndum en hann stýrði rannsókn á áttunda áratugnum gegn sexmenningunum sem sakfelld voru fyrir aðild að mannshvörfunum tveimur. Dómsmálaráðherra hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort einhver annar verði settur ríkissaksóknari til að taka ákvörðun um nýja rannsókn en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hefur erindið verið móttekið og er til meðferðar. Þegar Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í endurupptökumálinu, skilaði vinnu sinni af sér til embættis ríkissaksóknara eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti síðastliðið haust vakti hann sérstaka athygli á ábendingum um afdrif mannana tveggja sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað var til hans. Þar á meðal var ábending um afdrif Guðmundar sem leiddi til handtöku tveggja manna árið 2015. Einnig voru teknar skýrslur af tveimur vitnum árið 2016 vegna meintra atvika í Vestmannaeyjum dagana í kringum hvarf Geirfinns árið 1974. Fréttablaðið greindi frá því í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lægi undir feldi vegna málsins og hefði hug á að hefja rannsókn að nýju en biði formlegrar afstöðu ríkissaksóknara. Það er hins vegar einungis Guðmundarmálið sem er á forræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974. Hvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í Síðumúla vegna Guðmundarmáls. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari er að eigin mati vanhæf til að taka afstöðu til þess hvort hefja á rannsókn að nýju á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Hún tilkynnti dómsmálaráðherra um vanhæfi sitt með bréfi 12. desember síðastliðinn. Eins og fram kom við upphaf endurupptökumálsins er Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tengd Erni Höskuldssyni fjölskylduböndum en hann stýrði rannsókn á áttunda áratugnum gegn sexmenningunum sem sakfelld voru fyrir aðild að mannshvörfunum tveimur. Dómsmálaráðherra hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort einhver annar verði settur ríkissaksóknari til að taka ákvörðun um nýja rannsókn en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hefur erindið verið móttekið og er til meðferðar. Þegar Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í endurupptökumálinu, skilaði vinnu sinni af sér til embættis ríkissaksóknara eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti síðastliðið haust vakti hann sérstaka athygli á ábendingum um afdrif mannana tveggja sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað var til hans. Þar á meðal var ábending um afdrif Guðmundar sem leiddi til handtöku tveggja manna árið 2015. Einnig voru teknar skýrslur af tveimur vitnum árið 2016 vegna meintra atvika í Vestmannaeyjum dagana í kringum hvarf Geirfinns árið 1974. Fréttablaðið greindi frá því í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lægi undir feldi vegna málsins og hefði hug á að hefja rannsókn að nýju en biði formlegrar afstöðu ríkissaksóknara. Það er hins vegar einungis Guðmundarmálið sem er á forræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974. Hvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í Síðumúla vegna Guðmundarmáls.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira