Nýtt skipulag í Reykjavík, einfaldara kerfi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 07:00 „Einfalda, skýra, skarpa borg“ endurtókum við í Viðreisn á hverjum kosningafundinum á fætur öðrum síðastliðið vor. Aðspurð um hvað þetta þýddi útskýrðum við að ferlin innan borgarinnar væru of flókin sem skapaði óþarfa óþægindi fyrir íbúa borgarinnar og aðila innan borgarkerfisins. Til að bæta þjónustu við borgarbúa og tryggja að vel sé farið með almannafé ákváðum við að farið yrði í endurskoðun á miðlægri stjórnsýslu. Í ljós kom að ýmislegt mætti betur fara. Því var nýtt skipulag á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kynnt í gær. Tillögur okkar byggja á skýrslu utanaðkomandi sérfræðinga á sviði stjórnskipulags og góðra stjórnarhátta. Í vinnu sinni rýndu skýrsluhöfundar alla starfsemi borgarinnar og tóku viðtöl við fjölda aðila, þar á meðal stjórnendur, eftirlitsaðila, oddvita allra flokka í borgarstjórn og marga fleiri. Með aðkomu fjölbreytts hóps fékkst skýr tónn fyrir þá ábyrgu og góðu stjórnarhætti sem nýtt skipulag tryggir. Breytingarnar miða að því að skýra umboð og ábyrgð, einfalda boðleiðir og skerpa á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Í nýju skipulagi eru innkaupamál tekin föstum tökum, hlutverk innkauparáðs útvíkkað og tryggt að öllum framkvæmdum sé fylgt vel eftir hvað varðar kostnaðaráætlanir, innkaup, útboð og fleira. Verkefnum á sviði eigna- og atvinnuþróunar verður skipt upp og þau færð á viðeigandi staði innan borgarinnar til að tryggja einfaldara kerfi og skýr hlutverkaskipti. Einnig verður þjónustu, nýsköpun, fjármálum, áhættustýringu og mannauði gert hærra undir höfði. Þegar Viðreisn var kosin í borgarstjórn lofuðum við að leggja okkar af mörkum til að bæta kerfið. Nú hefur vandinn verið greindur og aðgerðalistinn er tilbúinn. Næst er að bretta upp ermarnar og byrja að lagfæra í þágu bættrar þjónustu við borgarbúa og skilvirkari stjórnsýslu. Það er eitthvað sem allir hafa ávinning af.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Einfalda, skýra, skarpa borg“ endurtókum við í Viðreisn á hverjum kosningafundinum á fætur öðrum síðastliðið vor. Aðspurð um hvað þetta þýddi útskýrðum við að ferlin innan borgarinnar væru of flókin sem skapaði óþarfa óþægindi fyrir íbúa borgarinnar og aðila innan borgarkerfisins. Til að bæta þjónustu við borgarbúa og tryggja að vel sé farið með almannafé ákváðum við að farið yrði í endurskoðun á miðlægri stjórnsýslu. Í ljós kom að ýmislegt mætti betur fara. Því var nýtt skipulag á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kynnt í gær. Tillögur okkar byggja á skýrslu utanaðkomandi sérfræðinga á sviði stjórnskipulags og góðra stjórnarhátta. Í vinnu sinni rýndu skýrsluhöfundar alla starfsemi borgarinnar og tóku viðtöl við fjölda aðila, þar á meðal stjórnendur, eftirlitsaðila, oddvita allra flokka í borgarstjórn og marga fleiri. Með aðkomu fjölbreytts hóps fékkst skýr tónn fyrir þá ábyrgu og góðu stjórnarhætti sem nýtt skipulag tryggir. Breytingarnar miða að því að skýra umboð og ábyrgð, einfalda boðleiðir og skerpa á hlutverki lykileininga í stjórnsýslu borgarinnar. Í nýju skipulagi eru innkaupamál tekin föstum tökum, hlutverk innkauparáðs útvíkkað og tryggt að öllum framkvæmdum sé fylgt vel eftir hvað varðar kostnaðaráætlanir, innkaup, útboð og fleira. Verkefnum á sviði eigna- og atvinnuþróunar verður skipt upp og þau færð á viðeigandi staði innan borgarinnar til að tryggja einfaldara kerfi og skýr hlutverkaskipti. Einnig verður þjónustu, nýsköpun, fjármálum, áhættustýringu og mannauði gert hærra undir höfði. Þegar Viðreisn var kosin í borgarstjórn lofuðum við að leggja okkar af mörkum til að bæta kerfið. Nú hefur vandinn verið greindur og aðgerðalistinn er tilbúinn. Næst er að bretta upp ermarnar og byrja að lagfæra í þágu bættrar þjónustu við borgarbúa og skilvirkari stjórnsýslu. Það er eitthvað sem allir hafa ávinning af.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar