Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 19:16 Maðurinn vakti athygli á stöðu sinni með þessum hætti í dag. Honum var giftusamlega bjargað af brúnni Vísir/JóhannK Íranskur hælisleitandi reyndi í dag að skaða sig frammi fyrir fjölda vegfarenda á Miklubraut. Sérveit Ríkislögreglustjóra tókst giftusamlega að bjarga manninum og koma honum undir læknishendur. Lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn auk sérsveitarmanna sýndu fumlaus og öguð viðbrögð í erfiðum aðstæðum en atvikið átti sér stað á göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna um miðjan dag. En íranskur hælisleitandi, sem fréttastofan hefur áður fjallað um, hótaði að skaða sig. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og var umferð um Miklubraut var stöðvuð í báðar áttir og fjöldi gangandi vegfarenda, bæði barna og fullorðinna fylgdust með þegar maðurinn reyndi að vekja athygli á stöðu sinni með þessum hætti. Lögregla, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra hlúðu að manninum og komu honum undir læknishendur.Vísir/JóhannKNý hættur í hungurverkfalli Rauði krossinn hefur haft miklar áhyggjur af manninum en fyrir um tveimur vikum fjallaði fréttastofan um málefni hans þegar hann var á tólfta degi hungurverkfalls. Maðurinn er bæði andlega og líkamlega veikur og hóf hungurverkfallið, að hans sögn, eftir hafa ekki fengið nauðsynlega læknisaðstoð, en hann hefur verið sár þjáður af gyllinæð og þá segist hann glíma við andleg veikindi sem hann fái ekki nauðsynleg lyf við.Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið þyngri en áfallateymi Rauða krossins var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan vegna mála sambærilegra og íranski flóttamaðurinn glímir við. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum frá því fyrir tveimur vikum var maðurinn metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. Rauði krossinn baðst undan viðtali vegna málsins í dag og sagði málefni mannsins í höndum lögreglu. Unnið sé að því að veita honum viðeigandi aðstoð. Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00 Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Íranskur hælisleitandi reyndi í dag að skaða sig frammi fyrir fjölda vegfarenda á Miklubraut. Sérveit Ríkislögreglustjóra tókst giftusamlega að bjarga manninum og koma honum undir læknishendur. Lögreglumenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn auk sérsveitarmanna sýndu fumlaus og öguð viðbrögð í erfiðum aðstæðum en atvikið átti sér stað á göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna um miðjan dag. En íranskur hælisleitandi, sem fréttastofan hefur áður fjallað um, hótaði að skaða sig. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og var umferð um Miklubraut var stöðvuð í báðar áttir og fjöldi gangandi vegfarenda, bæði barna og fullorðinna fylgdust með þegar maðurinn reyndi að vekja athygli á stöðu sinni með þessum hætti. Lögregla, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra hlúðu að manninum og komu honum undir læknishendur.Vísir/JóhannKNý hættur í hungurverkfalli Rauði krossinn hefur haft miklar áhyggjur af manninum en fyrir um tveimur vikum fjallaði fréttastofan um málefni hans þegar hann var á tólfta degi hungurverkfalls. Maðurinn er bæði andlega og líkamlega veikur og hóf hungurverkfallið, að hans sögn, eftir hafa ekki fengið nauðsynlega læknisaðstoð, en hann hefur verið sár þjáður af gyllinæð og þá segist hann glíma við andleg veikindi sem hann fái ekki nauðsynleg lyf við.Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að geðheilbrigðismál í hæliskerfinu hafi aldrei verið þyngri en áfallateymi Rauða krossins var kallað út þrisvar sinnum oftar á síðastliðnu ári miðað við árið á undan vegna mála sambærilegra og íranski flóttamaðurinn glímir við. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum frá því fyrir tveimur vikum var maðurinn metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. Því þurfi að fara fram sérstakt mat á mikilvægi þjónustunnar sem Útlendingastofnun lætur framkvæma en það ferli geti tekið langan tíma. Rauði krossinn baðst undan viðtali vegna málsins í dag og sagði málefni mannsins í höndum lögreglu. Unnið sé að því að veita honum viðeigandi aðstoð.
Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00 Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
Hælisleitandi á tólfta degi hungurverkfalls: „Ég ætla ekki að borða þar til þau láta sig mál mitt varða“ Rauði krossinn hefur miklar áhyggjur af manninum sem er sárþjáður af gyllinæð. Þá hafa geðheilbrigðismál í hæliskerfinu aldrei verið þyngri. 23. janúar 2019 19:00
Maður hékk á göngubrúnni yfir Miklubraut Sérsveit lögreglu og slökkvilið var kölluð út að göngubrúnni yfir Miklubraut við Kringluna á fjórða tímanum í dag þar sem tilkynnt hafði verið um karlmann hangandi á göngubrúnni. 7. febrúar 2019 16:09