Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2019 20:00 Stefán Ólafsson, hagfræðingur fer yfir tillögur skýrslunnar í dag. Vísir/Vilhelm Fjölgun skattþrepa og breyting skattkerfisins eru meðal tillagna sem Efling lagði fram á fundi í dag. Fjölgun skattþrepa gæti hafa neikvæð áhrif á launafólk í efri millistétt, en hjá þeim er gert ráð fyrir tíu prósenta hærri álagningu staðgreiðsluskatta á hluta launa. Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði. Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.Skattbyrði launafólks í efra milli þrepi gæti hækkað verði tillögurnar að veruleika.Vísir/Stöð 2„Við leggjum þarna til í anda þess sem að ASÍ hefur samþykkt, fjögurra þrepa skattkerfi,“ sagði Stefán Ólafsson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það. Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.Indriði H. Þorkelsson, jagbræðingur og skýrsluhöfundur.Vísir/Vilhelm„En auk þess að þá gerum við ráð fyrir og sýnum fram á að það er hægt að afla þessara tekna sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í þjóðfélaginu, sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur. Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu. „Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði. Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Fjölgun skattþrepa og breyting skattkerfisins eru meðal tillagna sem Efling lagði fram á fundi í dag. Fjölgun skattþrepa gæti hafa neikvæð áhrif á launafólk í efri millistétt, en hjá þeim er gert ráð fyrir tíu prósenta hærri álagningu staðgreiðsluskatta á hluta launa. Tillögurnar voru kynntar á fundi Eflingar í morgun þar sem skýrsluhöfundar fóru yfir á breytingar í skattkerfinu. Í skýrslunni er lögð fram útfærð umbótaáætlun um sanngjarna og skilvirkara skattkerfi og leitast við að leiðrétta að hluta þá tilfærslu á skattbyrði sem hefur orðið sem færa myndi láglaunafólki og lífeyrisþegum að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun á staðgreiðslu á mánuði. Ein stærsta tillagan eru breytingar á skattþrepum sem í dag eru tvö.Skattbyrði launafólks í efra milli þrepi gæti hækkað verði tillögurnar að veruleika.Vísir/Stöð 2„Við leggjum þarna til í anda þess sem að ASÍ hefur samþykkt, fjögurra þrepa skattkerfi,“ sagði Stefán Ólafsson, hagfræðingur og annar skýrsluhöfunda. Í núverandi skattþrepi er álagningin tæp þrjátíu og sjö prósent á tekjum um 930 þúsund króna en hækkar í rúm fjörutíu og sex prósent á tekjur yfir það. Með breytingunum yrði 32,5 prósenta skattþrep á tekjum upp að þrjú hundruð og fimmtíu þúsund krónum, 39 prósent á tekjur frá 350 til 775 þúsund krónum, 47 prósenta álagngin á tekjur frá 775 þúsund krónum til ellefu hundruð og fimmtíu þúsund króna og 55 prósenta álagning yrði á tekjum yfir það. Með breytingunum yrði skattbyrði aukin á launþega í efri millistétt. en með fjölgun skattþrepa yrðu skattleysismörk hækkuð.Indriði H. Þorkelsson, jagbræðingur og skýrsluhöfundur.Vísir/Vilhelm„En auk þess að þá gerum við ráð fyrir og sýnum fram á að það er hægt að afla þessara tekna sem að tapast út úr tekjuskattskerfinu með því að auka jöfnuð, hækka skatta á fjármagn og tekjur þeirra sem hafa háar tekjur í þjóðfélaginu, sagði Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og skýrsluhöfundur. Fram kom á kynningu skýrslunnar að ekki væri svigrúm til skattalækkanna og því þyrfti að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu. „Ef að menn líta á umræðu dagsins um skort á fé í heilbrigðiskerfi, í skólakerfi, til vegamála og svo framvegis að þá held ég að sé erfitt að fullyrða eða segja það að það sé svigrúm til almennrar skattalækkunar,“ sagði Indriði.
Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59