Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 11:54 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55