Miðflokksmenn vilja banna ljósmyndun innan og utan dómhúsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 15:56 Þorsteinn telur það geta haft áhrif á sakborninga, vitni og fleiri ef þeir eiga von á myndatökum á leið til þinghalds. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mælir á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála. Verði frumvarpið að lögum mun ekki leyfast lengur að taka myndir af sakborninum í og í kringum dómhús án samþykkis viðkomandi einstaklinga. Sama gildir um brotaþola og vitni. Miðflokkurinn horfir til Danmerkur og Noregs í tillögu sinni þar sem hljóritun og myndatökur eru bannaðar og sömuleiðis myndatökur af grunuðum mönnum, sakborningum og vitnum á leið til eða frá þinghaldi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum síðastliðið haust. Frumvarpið er þó ekki á dagskrá vorþings. Ráðherra tjáði Vísi að borist hefðu athugasemdir sem gefa þyrfti gaum. Því vildi hún gefa málinu meiri tíma til skoðunar. Miðflokksmenn telja að myndatökur geti haft óeðlileg áhrif á gang mála fyrir dómstólum. „Mjög hefur færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum á þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hefur jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghaldinu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa. Einnig er ljóst að tækninni hefur fleygt fram hvað varðar farsíma, spjaldtölvur og myndavélar þannig að unnt er t.d. að taka myndir af skjölum í dómsal eða skjölum í fórum sakborninga eða vitna í dómhúsi.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15 Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Einkaaðilar geti áfram birt dómasöfn á netinu Dómsmálaráðherra telur áhyggjur fjölmiðla af þrengri reglum um birtingu dóma óþarfar. Spyr hvort það sé hlutverk ríkisins að halda utan um opinbera skrá á netinu. Forstjóri Persónuverndar segir aðalatriði að farið sé að lögum. 29. nóvember 2018 06:15
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu. 20. janúar 2019 21:00