Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:39 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í húsakynnum sáttasemjara að loknum einum samningafundi. vísir/vilhelm Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við Vísi að boðað hafi verið til samningafundar næstkomandi miðvikudag og þá munu aðilarnir við samningaborðið byrja að ræða launaliðinn. Undanfarið hafa ýmsir aðrir þættir í tengslum við kjarasamningana verið ræddir og segir Sólveig Anna að sú vinna haldi áfram en í smærri hópum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í hádegisfréttum RÚV að næstu tvær vikur ráði úrslitum í viðræðunum og segir Sólveig Anna að það sé rétt mat.Binda miklar vonir við skattamálin Spurð út í aðkomu stjórnvalda segir Sólveig Anna að viðræður séu í gangi við stjórnvöld og að ASÍ sé þar við borðið fyrir hönd Eflingar.En hvað bindið þið í Eflingu kannski helst vonir við að koma frá stjórnvöldum, fyrir utan það sem snýr að húsnæðismálunum sem hafa verið mikið á oddinum? „Við bindum gríðarlega miklar vonir við skattamálin. Það fyrir okkur hér í Eflingu er rosalega mikilvægt mál. Það er ekki bara stemningin hjá mér heldur eru það skilaboðin sem ég fæ mjög markvisst frá mínum félagsmönnum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að skattatillögur ASÍ sem kynntar voru á dögunum hugnist Eflingu en á morgun mun svo félagið sjálft kynna skattaskýrslu sína sem þeir Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson hafa unnið að. Í þeirri skýrslu er stuðst við rammann sem skattanefnd ASÍ kom sér saman um en þær tillögur útfærðar nánar.Orð seðlabankastjóra veiti innsýn í vissan hugarheim Aðspurð svo út í orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í morgun þess efnis að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn segir Sólveig Anna: „Mín viðbrögð eru bara sú að mér finnst fróðlegt að heyra fólk sem sannarlega er með brjálæðislega góð laun og lifir tryggu og öruggu efnahagslífi, ef maður getur orðað það þannig, senda vinnuaflinu þessi skilaboð æ ofan í æ.“ Hún segir þetta sannarlega tækifæri til þess að skoða stóru myndina og segir að í orðum Más birtist innsýn í vissan hugarheim. „Og kannski vangeta til að setja sig í spor þeirra sem hafa ekkert nema það að selja að aðgang að vinnuaflinu sínu og eiga svo bara áfram að þola það að það sem þar er hægt að vinna sér inn dugi ekki til þess að tryggja efnahagslegt öryggi,“ segir Sólveig Anna.Fréttin var uppfærð klukkan 13:24 með viðbrögðum Sólveigar Önnu við orðum seðlabankastjóra.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24 Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins 3. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. 1. febrúar 2019 13:24