Betra samfélag fyrir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:34 Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Setjum okkur í stellingar og ímyndum okkur heim. Heim þar sem heilsugæsla, lágvöruverslun, sprotafyrirtæki, nýsköpunarsetur, háskólanám, líkamsrækt og leikskólar eru í námunda hvert við annað og allt í göngufæri. Hljómar of gott til að vera satt? Ákveðinn draumaheimur kannski en þetta ætti að vera vel mögulegt. Tækifærið er á háskólasvæðinu. Farið er fögrum orðum um framtíð Vísindagarða í greinargerð með samþykktu deiliskipulagi svæðisins frá 12. maí 2016. Þar kemur fram að heimilt er að starfrækja matvöruverslun, gert er ráð fyrir líkamsrækt á svæðinu, blandaðri háskólastarfsemi og tengdra fyrirtækja. Það eru öll færi til staðar til þess að skapa þennan draumaheim. En hvernig eigum við samt að gera þetta? Jú sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem þrífast á nýsköpun yrðu með starfsstöðvar á svæði Vísindagarða þar sem stúdentar hefðu færi á að vinna að verkefnum nátengdum námi sínu. Í heilsugæslustöðinni gætu stúdentar í klínísku námi og nemar á Heilbrigðisvísindasviði fengið þjálfun og haft starfsstöð. Matvöruverslunin og líkamsræktarstöð eru nauðsynlegir þættir á svæðið til að minnka þörf á einkabílnum og gera umhverfisvænni samgöngukosti meira heillandi. Nú þegar eru starfræktir leikskólar á svæði stúdentagarðanna, þar sem allir stúdentar sem eiga börn geta sótt um pláss fyrir börn sín. Stækka mætti þá enn frekar með aukinni uppbyggingu á svæðinu. Það þarf að vera ódýarara að lifa sem námsmaður. Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kostar að meðaltali 1,1 milljón að reka bíl á ári. Gott háskólasvæði, með „campus“ stemningu og mikilvæga þjónustu í nærumhverfi námsmanna myndi ekki aðeins gera nám við HÍ meira aðlaðandi heldur hefði því jákvæð áhrif á hag námsmanna. Til að slík kjarabót verði að veruleika þarf sterka framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og skýra stefnu fyrir betri aðstæðum stúdenta. Röskva er með slíka framtíðarsýn. Við viljum fylgja henni eftir með því að vera áfram í forystu í hagsmunabaráttu stúdenta við HÍ. Betra háskólasamfélag stuðlar að betra samfélagi, enda eru háskólar og menntunin sem þeir veita mikilvægur liður í því að takast á við áskoranir samtímans. Til þess að háskólanám sé áfram aðgengilegt og aðlaðandi þurfa málefni stúdenta þurfa að vera sett í forgang. Ég hvet því nemendur við HÍ að kjósa Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs - fyrir skýra framtíðarsýn, öfluga hagsmunabaráttu og róttækni að leiðarljósi. Kjósum betra samfélag fyrir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði HÍ 2019-2020.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar