Ríkisendurskoðun bauðst til að slá á óréttmætar ásakanir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Íslandspóstur hefur meðal annars hlotið gagnrýni fyrir framgöngu á samkeppnismarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ríkisendurskoðun bauð Íslandspósti ohf. (ÍSP) að fyrra bragði að vinna stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu meðal annars til að slá á óréttmætar ásakanir. Afrit af erindum sem ríkisendurskoðandi hefur sent ÍSP í gegnum tíðina fást ekki afhent þar sem þau eru nú meðal gagna við vinnu skýrslu um félagið. Um miðjan síðasta mánuð sendi fjárlaganefnd Alþingis ríkisendurskoðanda beiðni um að unnin yrði stjórnsýsluúttekt á ÍSP. Meðal þess sem beðið var um að skoðað yrði er hvort aðgreining einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið fullnægjandi og hvort skýringar fyrirtækisins á fjárhagsvanda þess séu fullnægjandi. Alþingi samþykkti fyrir jól heimild til að lána ÍSP allt að milljarð króna til að mæta lausafjárskorti fyrirtækisins. Lánveitingin er bundin skilyrðum og þarf fjárlaganefnd að gefa grænt ljós á lánið áður en það er leyst út. Vonir þingmanna standa til að skýrslan liggi fyrir í vor. Áður en beiðnin var samþykkt var til umræðu hvort ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins þar sem stofnunin endurskoðar reikninga fyrirtækisins. Á fundi stjórnar ÍSP í febrúar 2017 komu Sveinn Arason, þáverandi ríkisendurskoðandi, og Óskar Sverrisson, starfsmaður stofnunarinnar, á fundinn til að ræða ársreikning ÍSP fyrir árið 2016. Þá lýsti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, áhyggjum sínum og framkvæmdastjórnar yfir því að ráðamenn átti sig ekki á alvarleika í rekstrarstöðu ÍSP. „Með viðvarandi taprekstri væri hætta á að stjórnendur gerist sekir um vanrækslu í starfi í ljósi dóms í Milestone máli þar sem stjórnendur töldust ekki hafa sinnt hagsmunagæslu fyrir fleiri hagsmunaaðila en eigendur, og einkum lánardrottna,“ er haft eftir Ingimundi. Af fundargerðum stjórnar má ráða að ÍSP skuldi Landsbanka Íslands, sem er nærri alfarið í eigu ríkisins, hátt í tvo milljarða króna. „Ríkisendurskoðun sagðist geta beitt stjórnsýsluendurskoðun til að skýra rekstrarumhverfi ÍSP á hlutlausan hátt og slá á óréttmætar ásakanir,“ er haft eftir Sveini og Óskari. Stjórnin svaraði með því að segja að ekki væri tilefni til slíks „heldur frekar tilefni til aðgerða gegn stjórnsýslunni“. Fréttablaðið beindi tvíþættri fyrirspurn til ríkisendurskoðanda. Fyrri liðurinn sneri að því að fá afrit af erindum sem stofnunin hefur sent ÍSP með athugasemdum vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Svarið var á þá leið að ekki væri unnt að afhenda gögnin þar sem þau væru nú meðal vinnugagna úttektarinnar. Sambærileg fyrirspurn var send ÍSP en svarið þar var að allar athugasemdir hefðu verið munnlegar. Síðari spurningin var hvort fyrrgreind orð gæfu tilefni til að efast um hæfi stofnunarinnar til að vinna úttektina. Svarið var að ekki væri hægt að tjá sig um einstök atriði sem kunna að koma til meðferðar. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Ríkisendurskoðun bauð Íslandspósti ohf. (ÍSP) að fyrra bragði að vinna stjórnsýsluúttekt á fyrirtækinu meðal annars til að slá á óréttmætar ásakanir. Afrit af erindum sem ríkisendurskoðandi hefur sent ÍSP í gegnum tíðina fást ekki afhent þar sem þau eru nú meðal gagna við vinnu skýrslu um félagið. Um miðjan síðasta mánuð sendi fjárlaganefnd Alþingis ríkisendurskoðanda beiðni um að unnin yrði stjórnsýsluúttekt á ÍSP. Meðal þess sem beðið var um að skoðað yrði er hvort aðgreining einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið fullnægjandi og hvort skýringar fyrirtækisins á fjárhagsvanda þess séu fullnægjandi. Alþingi samþykkti fyrir jól heimild til að lána ÍSP allt að milljarð króna til að mæta lausafjárskorti fyrirtækisins. Lánveitingin er bundin skilyrðum og þarf fjárlaganefnd að gefa grænt ljós á lánið áður en það er leyst út. Vonir þingmanna standa til að skýrslan liggi fyrir í vor. Áður en beiðnin var samþykkt var til umræðu hvort ríkisendurskoðun væri vanhæf til verksins þar sem stofnunin endurskoðar reikninga fyrirtækisins. Á fundi stjórnar ÍSP í febrúar 2017 komu Sveinn Arason, þáverandi ríkisendurskoðandi, og Óskar Sverrisson, starfsmaður stofnunarinnar, á fundinn til að ræða ársreikning ÍSP fyrir árið 2016. Þá lýsti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, áhyggjum sínum og framkvæmdastjórnar yfir því að ráðamenn átti sig ekki á alvarleika í rekstrarstöðu ÍSP. „Með viðvarandi taprekstri væri hætta á að stjórnendur gerist sekir um vanrækslu í starfi í ljósi dóms í Milestone máli þar sem stjórnendur töldust ekki hafa sinnt hagsmunagæslu fyrir fleiri hagsmunaaðila en eigendur, og einkum lánardrottna,“ er haft eftir Ingimundi. Af fundargerðum stjórnar má ráða að ÍSP skuldi Landsbanka Íslands, sem er nærri alfarið í eigu ríkisins, hátt í tvo milljarða króna. „Ríkisendurskoðun sagðist geta beitt stjórnsýsluendurskoðun til að skýra rekstrarumhverfi ÍSP á hlutlausan hátt og slá á óréttmætar ásakanir,“ er haft eftir Sveini og Óskari. Stjórnin svaraði með því að segja að ekki væri tilefni til slíks „heldur frekar tilefni til aðgerða gegn stjórnsýslunni“. Fréttablaðið beindi tvíþættri fyrirspurn til ríkisendurskoðanda. Fyrri liðurinn sneri að því að fá afrit af erindum sem stofnunin hefur sent ÍSP með athugasemdum vegna fjárfestinga í dótturfélögum. Svarið var á þá leið að ekki væri unnt að afhenda gögnin þar sem þau væru nú meðal vinnugagna úttektarinnar. Sambærileg fyrirspurn var send ÍSP en svarið þar var að allar athugasemdir hefðu verið munnlegar. Síðari spurningin var hvort fyrrgreind orð gæfu tilefni til að efast um hæfi stofnunarinnar til að vinna úttektina. Svarið var að ekki væri hægt að tjá sig um einstök atriði sem kunna að koma til meðferðar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00 Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Krefst þess að umsókn Póstsins verði vísað frá Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) bréf þar sem þess er farið á leit að stofnunin vísi frá umsókn Íslandspósts ohf. (ÍSP) um 2,6 milljarða afturvirkt framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 26. janúar 2019 09:00
Hefðu getað dregið úr tapi frá útlöndum Íslandspóstur telur að óheimilt hefði verið að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. Póstlagafrumvarp segir aðra sögu. 4. febrúar 2019 06:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00