Eftirlýstir glæpamenn fyrri alda vakna til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 22:00 Halla Jónsdóttir og Eyvindur Jónsson, eða Fjalla-Eyvindur og Halla. Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel. Myndlist Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel.
Myndlist Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira