Lærði að ferðast ein eftir skilnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 13:46 Bryndís Alexanders nýtur einverunnar og næsta ferðalag er til Berlínar að hlaupa hálft maraþon. Það getur fylgt því einmanaleiki að skilja við maka sinn og hjá mörgum er stórt skref að læra að vera einsamall. Bryndís Alexandersdóttir gekk í gegnum skilnað fyrir fjórum árum og ákvað að læra að ferðast ein í kjölfarið og varði meðal annars heilli viku ein í Róm í kringum áramótin. Hún segir að breyta þurfi umræðunni um einveru, hún sé ekki tabú. Eftir skilnaðinn upplifði Bryndís mikla ferðaþrá. Á þessum tímamótum myndaðist svigrúm og meiri tími fyrir einveru. Það var tvennt í stöðunni, bíða eftir að finna ferðafélaga eða þá læra að ferðast ein. „Það sem er erfiðast í þessu er að vera einn með sjálfum sér í fyrstu skiptin. Það er aðallega af því að samfélagið segir okkur alltaf að við eigum að vera í hóp eða pörum. Þegar þú ferð út að borða eða í bíó þá sérðu alltaf að fólk er saman. Svo eru auðvitað alltaf einstaklingar í samfélaginu sem að hafa aldrei neinn til að vera með eða kjósa að vera einir. Það er ekkert athugavert við það,“ segir hún. Bryndís segist stundum upplifa í kringum sig að fólk eigi það til að upplifa óöryggi í einverunni. Hún bendir þó á að oft eru það bara eigin hugsanir að þvælast fyrir. „Ég sat einu sinni inni á ofsalega fallegum veitingastað í París. Ég sat ein og hugsað: ég er búin að sitja hérna í þrjá klukkutíma, hlusta á fallega tónlist, ein að borða ofsalega góðan mat og það er ekkert vandræðalegt og ekkert vont í því. Þetta er ekki eins hræðilegt og ég kannski hélt í byrjun,“ segir hún. Á Facebook síðu sinni vakti hún athygli áþessum ferðalögum sínum og ákvað að bjóða öðrum aðstoð. „Þetta er bara spurningin um að vera ekki að hugsa of mikið um það hvað öðrum finnist um að maður er einn. Í útlöndum kannski frekar en á Íslandi, ég veit það ekki, þá er bara fullt af fólki sem er einsamalt, bæði að ferðast vegna vinnu eða bara í fríi. Það er ekki svona tabú að vera einn,“ segir hún. Ferðalög Tengdar fréttir Bryndís ráðin aðstoðarmaður forstjóra Meniga Undanfarin ár hefur Bryndís Alexandersdóttir starfað sem verkefnastjóri í innleiðingarverkefnum hjá Meniga. 16. nóvember 2015 14:00 Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Bryndís Alexandersdóttir ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til hörpuleikarinn ástsæli Monika Abendroth dúkkaði upp, 26. desember 2017 22:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Það getur fylgt því einmanaleiki að skilja við maka sinn og hjá mörgum er stórt skref að læra að vera einsamall. Bryndís Alexandersdóttir gekk í gegnum skilnað fyrir fjórum árum og ákvað að læra að ferðast ein í kjölfarið og varði meðal annars heilli viku ein í Róm í kringum áramótin. Hún segir að breyta þurfi umræðunni um einveru, hún sé ekki tabú. Eftir skilnaðinn upplifði Bryndís mikla ferðaþrá. Á þessum tímamótum myndaðist svigrúm og meiri tími fyrir einveru. Það var tvennt í stöðunni, bíða eftir að finna ferðafélaga eða þá læra að ferðast ein. „Það sem er erfiðast í þessu er að vera einn með sjálfum sér í fyrstu skiptin. Það er aðallega af því að samfélagið segir okkur alltaf að við eigum að vera í hóp eða pörum. Þegar þú ferð út að borða eða í bíó þá sérðu alltaf að fólk er saman. Svo eru auðvitað alltaf einstaklingar í samfélaginu sem að hafa aldrei neinn til að vera með eða kjósa að vera einir. Það er ekkert athugavert við það,“ segir hún. Bryndís segist stundum upplifa í kringum sig að fólk eigi það til að upplifa óöryggi í einverunni. Hún bendir þó á að oft eru það bara eigin hugsanir að þvælast fyrir. „Ég sat einu sinni inni á ofsalega fallegum veitingastað í París. Ég sat ein og hugsað: ég er búin að sitja hérna í þrjá klukkutíma, hlusta á fallega tónlist, ein að borða ofsalega góðan mat og það er ekkert vandræðalegt og ekkert vont í því. Þetta er ekki eins hræðilegt og ég kannski hélt í byrjun,“ segir hún. Á Facebook síðu sinni vakti hún athygli áþessum ferðalögum sínum og ákvað að bjóða öðrum aðstoð. „Þetta er bara spurningin um að vera ekki að hugsa of mikið um það hvað öðrum finnist um að maður er einn. Í útlöndum kannski frekar en á Íslandi, ég veit það ekki, þá er bara fullt af fólki sem er einsamalt, bæði að ferðast vegna vinnu eða bara í fríi. Það er ekki svona tabú að vera einn,“ segir hún.
Ferðalög Tengdar fréttir Bryndís ráðin aðstoðarmaður forstjóra Meniga Undanfarin ár hefur Bryndís Alexandersdóttir starfað sem verkefnastjóri í innleiðingarverkefnum hjá Meniga. 16. nóvember 2015 14:00 Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Bryndís Alexandersdóttir ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til hörpuleikarinn ástsæli Monika Abendroth dúkkaði upp, 26. desember 2017 22:00 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Bryndís ráðin aðstoðarmaður forstjóra Meniga Undanfarin ár hefur Bryndís Alexandersdóttir starfað sem verkefnastjóri í innleiðingarverkefnum hjá Meniga. 16. nóvember 2015 14:00
Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Bryndís Alexandersdóttir ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til hörpuleikarinn ástsæli Monika Abendroth dúkkaði upp, 26. desember 2017 22:00