Ofsaveður og vegalokanir á Suðurlandi í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:47 Búist er við því að veðrið nái hámarki um klukkan 19. Hér má sjá vindaspá Veðurstofunnar fyrir þann tíma. Skjáskot/veðurstofan Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Gert er ráð fyrir vonskuveðri á sunnanverðu landinu í dag en appelsínugul viðvörun Veðurstofu er í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 15. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað upp úr hádegi. Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag hvessi jafnt og þétt á landinu þar til seinnipartinn. Almennt verður vindur um 15-23 m/s en staðbundinn 20-28 m/s og hviður við fjöll yfir 40 m/s um landið sunnanvert. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og Miðhálendi.Bleytan berst við vindinn Snjór þekur meira og minna allt landið og er hann frekar léttur svo ekki þarf mikið til þess að mynda skafrenning. Þó er farið að blotna í efsta laginu á láglendi sunnantil. „[…] og því er ekki útséð hvort blotinn nær að binda snjóinn nægilega til að draga úr eða hindra skafrenning eða hvort vindurinn hafi vinninginn. Oft er þetta bara örfárra sentimetra blotalag efst og undir lúrir frosinn og léttur snjórinn og ef vindurinn nær í hann getur orðið verulega blint. Á heiðum hins vegar verður hlýnunin það lítil að þar mun skafa hressilega,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá getur orðið verulega hált þar sem yfirborð vega og stíga hlánar og því er vert að gæta fóta sinna. Vegalokanir í kortunum Á vef Vegagerðarinnar segir að veðrið nái hámarki um klukkan 19 en lægi um miðnætti. Þá má búast við því að einhverjum vegum verði lokað eða þeir ófærir í dag og jafnvel fram á morgundaginn. Gert er ráð fyrir því að veginum á milli Hvolsvallar og Víkur verði lokað frá klukkan 12 á hádegi og fram á morgundaginn. Þá má einnig gera ráð fyrir því að veginum um Skeiðarársand og Öræfi verði lokað frá klukkan 16 og einnig lokað þangað til á morgun. Þó ber að athuga að ofantaldar lokanir eru aðeins áætlun og mun allt ráðast af því hvernig veðrið þróast, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Veður Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira