Málið vakti mikla athygli í sumar eftir að þjófurinn laumaði sér inn í dómkirkjuna þann 31. júlí, greip með sér tvær kórónur og veldissprota á meðan athygli fólks beindist að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna.
Munirnir eru frá upphafi 17. aldar, úr valdatíð Karls níunda Svíakonungs og Kristínar eldri.
Heimildir Aftonbladet herma að húsvörður hafi fundið djásnin – eða í það minnsta hluti þeirra – í ruslatunnu í úthverfi Stokkhólms. Verðmæti djásnanna er talið um 65 milljónir sænskra króna, um 860 milljónir íslenskra. Lögregla hafi lagt hald á munina, ruslatunnuna og bíl.
Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar.
