Vegagerðin hefur uppfært áætlaðar lokanir á vegum vegna óveðursins sem væntanlegt er á morgun. Líkt og fram kom í fyrri frétt á Vísi er gert ráð fyrir tveimur lokunum milli Hvolsvallar og Hafnar.
Þær lokanir sem bætast við eru Hellisheiði og Þrengsli en þeim verður lokað klukkan 06:00 á morgun og stefnt á að opna á ný 05:00 degi seinna, eða þann 6. febrúar.
Þá verður Kjalarnes lokað frá 07:00 til 12:00. Mosfellsheiði lokar á sama tíma og stendur sú lokun að öllum líkindum til 05:00 degi seinna.

