Íbúar fórust þegar flugvél brotlenti á húsi í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 10:48 Húsið stóð í ljósum logum. Skjáskot/Twitter Fimm fórust þegar smáflugvél brotlenti á húsi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn og fjórir íbúar hússins, tveir karlar og tvær konur, létu lífið. Talið er að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-samkvæmi þegar slysið varð. Húsið er í bænum Yorba Linda í sunnanverðri Kaliforníu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir fluttir slasaðir á sjúkrahús vegna slyssins. Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 414A, hafði verið skamman tíma í loftinu þegar hún hrapaði. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Joshua Nelson birti í gær sést hvernig húsið stendur í ljósum logum. Þá sjást skelfingu lostnir nágrannar virða fyrir sér hamfarirnar en brak úr flugvélinni er á víð og dreif um götuna. A plane crashed in my neighborhood MInutes who #yorbalinda #planecrash #abcnews #cnnnews #news pic.twitter.com/ApabRhrWfB— Joshua Nelson (@JoshuaRNelson) February 3, 2019 Haft er eftir Pokey Sanchez slökkviliðsstjóra á svæðinu að ekki sé vitað hvort fleiri hafi farist í slysinu en rústir hússins verða kembdar í leit að fórnarlömbum. Þá hefur CBS-fréttastofan eftir vitnum að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-veislu þegar flugvélin brotlenti á húsinu um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Nágrannar hinna látnu lýsa hryllilegri aðkomunni í viðtölum við héraðsmiðla. Hér að neðan má sjá viðtal fréttakonunnar Jasmine Viel við Laurie Stockstill en sú síðarnefnda kom að slysinu í gær. Laurie Stockstill describes the noise and debris from fiery plane crash falling onto her home #yorbalinda #Planecrash @CBSNews @CBSLA @tarawallis pic.twitter.com/VVl42E7bFp— JASMINE VIEL (@jasmineviel) February 3, 2019 Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fimm fórust þegar smáflugvél brotlenti á húsi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Flugmaðurinn og fjórir íbúar hússins, tveir karlar og tvær konur, létu lífið. Talið er að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-samkvæmi þegar slysið varð. Húsið er í bænum Yorba Linda í sunnanverðri Kaliforníu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir fluttir slasaðir á sjúkrahús vegna slyssins. Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 414A, hafði verið skamman tíma í loftinu þegar hún hrapaði. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Joshua Nelson birti í gær sést hvernig húsið stendur í ljósum logum. Þá sjást skelfingu lostnir nágrannar virða fyrir sér hamfarirnar en brak úr flugvélinni er á víð og dreif um götuna. A plane crashed in my neighborhood MInutes who #yorbalinda #planecrash #abcnews #cnnnews #news pic.twitter.com/ApabRhrWfB— Joshua Nelson (@JoshuaRNelson) February 3, 2019 Haft er eftir Pokey Sanchez slökkviliðsstjóra á svæðinu að ekki sé vitað hvort fleiri hafi farist í slysinu en rústir hússins verða kembdar í leit að fórnarlömbum. Þá hefur CBS-fréttastofan eftir vitnum að íbúar hússins hafi verið að halda Super Bowl-veislu þegar flugvélin brotlenti á húsinu um klukkan tvö eftir hádegi að staðartíma. Nágrannar hinna látnu lýsa hryllilegri aðkomunni í viðtölum við héraðsmiðla. Hér að neðan má sjá viðtal fréttakonunnar Jasmine Viel við Laurie Stockstill en sú síðarnefnda kom að slysinu í gær. Laurie Stockstill describes the noise and debris from fiery plane crash falling onto her home #yorbalinda #Planecrash @CBSNews @CBSLA @tarawallis pic.twitter.com/VVl42E7bFp— JASMINE VIEL (@jasmineviel) February 3, 2019
Bandaríkin Ofurskálin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira