Segir enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vera tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ. Formaður Eflingar segir að ekki komi til greina að slaka á kröfum og segir baráttuna rétt hafna. Í Sprengisandi í morgun ræddi þáttarstjórnandinn Kristján Kristjánsson við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. Þar sagðist hann ekki ætla að fallast á skattatillögur ASÍ, en samkvæmt stjórn sambandsins gera tillögurnar ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Ég er ekki tilbúinn til þess að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir svo ég svari þér alveg beint og forðist ekki svarið við spurningunni. Ég er hins vegar meira en tilbúinn að koma að borðinu með ASÍ varðandi tillögur sem þróa núverandi skattkerfi áfram,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi í morgun.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsFRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRFormaður Eflingar segist ekki hafa búist við því að skattatillögunum yrði tekið fagnandi af hálfu samtakanna. Hún segir að skattkerfið eigi að vera jöfnunartæki og því eigi að beita til endurúthlutunar. Þá komi ekki til greina að slaka á skattatillögum til móts við SA. „Nei að sjálfsögðu munum við halda áfram mjög staðföst. Þetta eru okkar tillögur, það fór mjög mikil vinna í að útfæra þær. Svo ætlum við í vikunni að kynna skattaskýrslu sem þeir Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson hafa unnið þar sem við förum dýpra í þetta. Þannig við lítum svo á að þessi barátta sé bara rétt að hefjast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þá segir hún enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að skattatillögum „Forsætisráðherra er fulltrúi Vinstri grænna. Sá flokkur hlýtur að skoða þessar tillögur af fullri og mikilli alvöru. Ef ég set málið upp þannig þá er ég mjög vongóð um að okkur verði mætt af mikilli sanngirni,“ sagði Sólveig. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist ekki vera tilbúinn til að útfæra skattatillögur ASÍ. Formaður Eflingar segir að ekki komi til greina að slaka á kröfum og segir baráttuna rétt hafna. Í Sprengisandi í morgun ræddi þáttarstjórnandinn Kristján Kristjánsson við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir. Þar sagðist hann ekki ætla að fallast á skattatillögur ASÍ, en samkvæmt stjórn sambandsins gera tillögurnar ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Ég er ekki tilbúinn til þess að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir svo ég svari þér alveg beint og forðist ekki svarið við spurningunni. Ég er hins vegar meira en tilbúinn að koma að borðinu með ASÍ varðandi tillögur sem þróa núverandi skattkerfi áfram,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi í morgun.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsFRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRFormaður Eflingar segist ekki hafa búist við því að skattatillögunum yrði tekið fagnandi af hálfu samtakanna. Hún segir að skattkerfið eigi að vera jöfnunartæki og því eigi að beita til endurúthlutunar. Þá komi ekki til greina að slaka á skattatillögum til móts við SA. „Nei að sjálfsögðu munum við halda áfram mjög staðföst. Þetta eru okkar tillögur, það fór mjög mikil vinna í að útfæra þær. Svo ætlum við í vikunni að kynna skattaskýrslu sem þeir Stefán Ólafsson og Indriði Þorláksson hafa unnið þar sem við förum dýpra í þetta. Þannig við lítum svo á að þessi barátta sé bara rétt að hefjast,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þá segir hún enga þörf á viðurkenningu eða samþykki frá Samtökum atvinnulífsins þegar kemur að skattatillögum „Forsætisráðherra er fulltrúi Vinstri grænna. Sá flokkur hlýtur að skoða þessar tillögur af fullri og mikilli alvöru. Ef ég set málið upp þannig þá er ég mjög vongóð um að okkur verði mætt af mikilli sanngirni,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24
Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að viðræður við þau félög sem vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara hafi gengið hægar en við önnur félög. 3. febrúar 2019 11:17