Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira