RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 20:57 Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. Anton Brink Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00