Stórefla á miðlæga stjórnsýslu í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira