Núlluðu út afgreiðslu ráðuneytis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Gögnin voru í Skuggasundi 3 og kvaðst enginn eiga þau. Fréttablaðið/Ernir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira