Núlluðu út afgreiðslu ráðuneytis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Gögnin voru í Skuggasundi 3 og kvaðst enginn eiga þau. Fréttablaðið/Ernir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira