Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:02 Jussie Smollett. Getty/Gary Gershoff Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Smollett tjáir sig um árásina en hann kemur á framfæri kærum þökkum til aðdáenda sinna í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá lögreglu í Chicago sem send var út í kjölfar árásarinnar segir að tveir menn hafi ráðist á Smollett. Þá sé talið að kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir ásarmönnunum, sem hrópuðu ummæli lituð slíkum fordómum er þér réðust á leikarann. Smollett er bæði dökkur á hörund og samkynhneigður. Einnig eru árásarmennirnir sagðir hafa hellt yfir hann einhvers konar vökva, mögulega klór, og þá hafði snara verið fest um háls hans. Smollett tjáir sig um árásina í yfirlýsingu sem hann sendi bandaríska miðlinum Essence í dag. Þar fulllvissaði hann aðdáendur sína um að hann væri á batavegi. „Ég vil byrja á því að segja að það er í lagi með mig. Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari. Og það sem meira er, ég vil segja takk,“ sagði Smollett í yfirlýsingu sinni. Þá sagðist hann vera samstarfsfús lögreglu við rannsókn hennar á málinu. Þrátt fyrir áhyggjur hans af orðrómum sem farið hafi á kreik um árásina á samfélagsmiðlum trúi hann því staðfastlega að réttlætið sigri. Að endingu ítrekaði hann mikilvægi þess að taka árásum sem þessari ekki af léttúð. „Ég er ekki, og það ætti ekki að líta á mig sem, afmarkað tilvik. Við munum ræða saman von bráðar og ég mun ræða öll smáatriði þessarar hryllilegu árásar en ég þarf tíma til að vinna úr því.“ Í gær var greint frá því að Smollett hefði neitað að afhenda lögreglu síma sinn vegna rannsóknar málsins en hann er sagður hafa verið að tala við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Umboðsmaðurinn heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Smollett tjáir sig um árásina en hann kemur á framfæri kærum þökkum til aðdáenda sinna í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá lögreglu í Chicago sem send var út í kjölfar árásarinnar segir að tveir menn hafi ráðist á Smollett. Þá sé talið að kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir ásarmönnunum, sem hrópuðu ummæli lituð slíkum fordómum er þér réðust á leikarann. Smollett er bæði dökkur á hörund og samkynhneigður. Einnig eru árásarmennirnir sagðir hafa hellt yfir hann einhvers konar vökva, mögulega klór, og þá hafði snara verið fest um háls hans. Smollett tjáir sig um árásina í yfirlýsingu sem hann sendi bandaríska miðlinum Essence í dag. Þar fulllvissaði hann aðdáendur sína um að hann væri á batavegi. „Ég vil byrja á því að segja að það er í lagi með mig. Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari. Og það sem meira er, ég vil segja takk,“ sagði Smollett í yfirlýsingu sinni. Þá sagðist hann vera samstarfsfús lögreglu við rannsókn hennar á málinu. Þrátt fyrir áhyggjur hans af orðrómum sem farið hafi á kreik um árásina á samfélagsmiðlum trúi hann því staðfastlega að réttlætið sigri. Að endingu ítrekaði hann mikilvægi þess að taka árásum sem þessari ekki af léttúð. „Ég er ekki, og það ætti ekki að líta á mig sem, afmarkað tilvik. Við munum ræða saman von bráðar og ég mun ræða öll smáatriði þessarar hryllilegu árásar en ég þarf tíma til að vinna úr því.“ Í gær var greint frá því að Smollett hefði neitað að afhenda lögreglu síma sinn vegna rannsóknar málsins en hann er sagður hafa verið að tala við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Umboðsmaðurinn heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46