Formaður VR vill sjá til sólar í samningaviðræðum á næstu tveimur til þremur vikum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 20:30 Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson Kjaramál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Formaður VR vill að sjá fari til sólar í viðræðum fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. Hann er öllu sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en atvinnurekendur en framkvæmdastjóri þeirra segir samningagerðina þolinmæðisvinnu. Þau fjögur stéttarfélög sem hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara í viðræðum við Samtök atvinnulífsins áttu þriggja klukkustunda fund hjá sáttasemjara í dag. Langan fund miðað við fundi undanfarinna vikna og það er sæmilega jákvætt hljóð í deiluaðilum. Á fundinum í dag fóru samninganefndirnar yfir vinnu og tillögur fjölmargra undirhópa varðandi önnur mál en launaliðinn sjálfan. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er bjartsýnn á niðurstöðu viðræðna við stjórnvöld. Hann er þó ekki sammála fjármálaráðherra sem sagði á Alþingi í gær að skattatillögur Alþýðusambandsins þýddu hærri skatta á millitekjuhópa. „Þetta er einmitt sá hópur sem í okkar tillögum mun lækka í skattbyrði,” segir formaður VR en þó ekki eins mikið og lægst launaði hópurinn. En þær útfærslur verði kynntar nánar í næstu viku. Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins á næstu tveimur til þremur vikum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki flóknar kröfur þótt samningarnir séu vissulega mjög flóknir og líklega þeir flóknustu sem hafa verið gerðir í áratugi. En ég sé enga ástæðu til að gefa þessu lengri tíma til að sjá alla vega til sólar. Hvort við séum að fara að ná einhverri viðunandi lending,” segir Ragnar Þór.Minni óþolinmæði innan SA Það gætir ekki eins mikillar óþolinmæði hjá Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman.”Formaður VR segir ekki ástæðu til að gefa þessu lengri tíma en tvær til þrjár vikur til að sjá til sólar. Er það svipað mat hjá þér?„Samtök atvinnulífsins eru lítið í því að setja fram einhverja afarkosti. Við teljum að á meðan vinnan er í gangi sé full ástæða til að sinna henni af fullum hug,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson
Kjaramál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira