Maradona: FIFA hefur ekkert breyst Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 15:00 Maradona og Infantino eru hættir að knúsast. vísir/getty Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Maradona, segir að brotthvarf Sepp Blatter frá FIFA hafi engu breytt. Sambandið sé enn það sama undir stjórn Gianni Infantino. Maradona hætti á dögunum í vinnu fyrir FIFA en hann var hluti af „FIFA legends“. Eitthvað mikið virðist hafa komið upp á því Argentínumaðurinn er brjálaður. „Ég sendi Infantino bréf þar sem ég sagði af mér sem fyrirliði FIFA legends. FIFA hefur ekkert breyst þó svo Blatter sé farinn,“ sagði Maradona svekktur og segist ekki hafa fengið góða meðferð frá alþjóðasambandinu. „Við vorum settir á hótelherbergi með Marco van Basten og öðrum leikmanni. Það var komið fram við okkur eins og við værum litlir hundar. Það var algjört virðingarleysi í okkar garð. Þess vegna hætti ég og nú mun ég segja frá því sem ég veit um þetta nýja FIFA.“ Maradona lét þessi orð falla á blaðamannafundi eftir leik hjá liði sínu, Dorados de Sinaloa. Þar fór Argentínumaðurinn mikinn og skoraði meðal annars á Zvonimir Boban, aðstoðarframkvæmdastjóra FIFA, í hnefaleikabardaga. Einhver misskilningur varð á milli Maradona og Boban á hótelinu þar sem FIFA goðsagnirnar gistu. „Ég vil segja við Boban að ef hann vill líta vel út þá ætti hann að fara í hnefaleikahringinn. Hann hefði ekki átt að koma á hótelið og reiðast. Það versta er að hann var sendur af einhverjum. Sá er Infantino. Ég er ekki tvítugur strákur, ég er 58 ára gamall. Þetta særir mig því ég hafði trú á þessu fólki. Ég geri það ekki lengur.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Maradona, segir að brotthvarf Sepp Blatter frá FIFA hafi engu breytt. Sambandið sé enn það sama undir stjórn Gianni Infantino. Maradona hætti á dögunum í vinnu fyrir FIFA en hann var hluti af „FIFA legends“. Eitthvað mikið virðist hafa komið upp á því Argentínumaðurinn er brjálaður. „Ég sendi Infantino bréf þar sem ég sagði af mér sem fyrirliði FIFA legends. FIFA hefur ekkert breyst þó svo Blatter sé farinn,“ sagði Maradona svekktur og segist ekki hafa fengið góða meðferð frá alþjóðasambandinu. „Við vorum settir á hótelherbergi með Marco van Basten og öðrum leikmanni. Það var komið fram við okkur eins og við værum litlir hundar. Það var algjört virðingarleysi í okkar garð. Þess vegna hætti ég og nú mun ég segja frá því sem ég veit um þetta nýja FIFA.“ Maradona lét þessi orð falla á blaðamannafundi eftir leik hjá liði sínu, Dorados de Sinaloa. Þar fór Argentínumaðurinn mikinn og skoraði meðal annars á Zvonimir Boban, aðstoðarframkvæmdastjóra FIFA, í hnefaleikabardaga. Einhver misskilningur varð á milli Maradona og Boban á hótelinu þar sem FIFA goðsagnirnar gistu. „Ég vil segja við Boban að ef hann vill líta vel út þá ætti hann að fara í hnefaleikahringinn. Hann hefði ekki átt að koma á hótelið og reiðast. Það versta er að hann var sendur af einhverjum. Sá er Infantino. Ég er ekki tvítugur strákur, ég er 58 ára gamall. Þetta særir mig því ég hafði trú á þessu fólki. Ég geri það ekki lengur.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira