Vígja hjúkrunarheimili á Nesinu með útsýni í allar áttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 10:09 Hjúkrunarheimilið í vetrarríki. Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“ Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“
Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira