„Ég held áfram að byggja múrinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 08:24 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er harðákveðinn í að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sama hvað það kostar virðist vera. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forsetann í New York Times. Trump hefur ekki verið mjög hrifinn af blaðinu í gegnum tíðina en viðtalið kom til eftir að forsetinn bauð útgefanda New York Times, A. G. Sulzberger, í kvöldmat. Sagði forsetinn að þeir gætu rætt málin sín á milli (off the record) en Sulzberger afþakkaði boðið en spurði Trump hvort hann vildi ekki bara koma í viðtal on the record við tvo blaðamenn New York Times. Samþykkti forsetinn það.Sjá einnig:Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Farið er um víðan völl í viðtalinu og meðal annars rætt um stefnu forsetans í Sýrlandi, forsetakosningarnar á næsta ári og auðvitað Demókratann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hún og Trump hafa deilt hart um fyrrnefndan múr. Deila þeirra varð til þess að alríkisstofnunum Bandaríkjanna var lokað í rúman mánuð en þær voru opnaðar tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun múrsins halda áfram. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við hana en núna held ég að því sé lokið,“ segir Trump í viðtalinu og vísar í Pelosi. „Ég held að hún sé að gera landinu mikinn óleik. Ef hún samþykkir ekki múrinn þá er restin bara peningaeyðsla og tímaeyðsla því það er mikil þörf á múrnum,“ segir Trump.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Forsetinn hefur íhugað að lýsa yfir neyðarástandi til þess að geta sett peninga í múrinn án þess að samþykki þingsins liggi fyrir. Engin eining er innan Repúblikanaflokksins um að fara þá leið og ef af henni verður má búast við að einhverjir höfði mál vegna þess. „Ég held áfram að byggja múrinn og við munum ljúka verkinu. Hvort að ég lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, það kemur í ljós,“ segir Trump en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist ætla að halda áfram að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna og lokið verði við byggingu múrsins. Hvort hann þurfi að lýsa yfir neyðarástandi til að ljúka verkinu segir hann að eigi eftir að koma í ljós. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali við forsetann í New York Times. Trump hefur ekki verið mjög hrifinn af blaðinu í gegnum tíðina en viðtalið kom til eftir að forsetinn bauð útgefanda New York Times, A. G. Sulzberger, í kvöldmat. Sagði forsetinn að þeir gætu rætt málin sín á milli (off the record) en Sulzberger afþakkaði boðið en spurði Trump hvort hann vildi ekki bara koma í viðtal on the record við tvo blaðamenn New York Times. Samþykkti forsetinn það.Sjá einnig:Trump sagður færast nær því að lýsa yfir neyðarástandi vegna múrsins Farið er um víðan völl í viðtalinu og meðal annars rætt um stefnu forsetans í Sýrlandi, forsetakosningarnar á næsta ári og auðvitað Demókratann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, en hún og Trump hafa deilt hart um fyrrnefndan múr. Deila þeirra varð til þess að alríkisstofnunum Bandaríkjanna var lokað í rúman mánuð en þær voru opnaðar tímabundið á meðan viðræður um fjármögnun múrsins halda áfram. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við hana en núna held ég að því sé lokið,“ segir Trump í viðtalinu og vísar í Pelosi. „Ég held að hún sé að gera landinu mikinn óleik. Ef hún samþykkir ekki múrinn þá er restin bara peningaeyðsla og tímaeyðsla því það er mikil þörf á múrnum,“ segir Trump.Sjá einnig:Fallegi múrinn sem varð að girðingu Forsetinn hefur íhugað að lýsa yfir neyðarástandi til þess að geta sett peninga í múrinn án þess að samþykki þingsins liggi fyrir. Engin eining er innan Repúblikanaflokksins um að fara þá leið og ef af henni verður má búast við að einhverjir höfði mál vegna þess. „Ég held áfram að byggja múrinn og við munum ljúka verkinu. Hvort að ég lýsi yfir neyðarástandi eða ekki, það kemur í ljós,“ segir Trump en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Ný skoðanakönnun bendir til þess að kjósendur telji Trump standa sig verr en þeir bjuggust við þegar hann tók við embætti fyrir tveimur árum. 28. janúar 2019 12:33
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00